sunnudagur, júlí 02, 2006

Bókhald

1. Er bara búin að birta fyrri helming útskriftarferðasögunnar. Segjum bara að Las Vegas og Hawaii hlutarnir séu í móðu... sem er ekki svo fjarri sannleikanum.

2. Setti inn link á einn öflugasta bloggarann í dag, Helenu. Það er mynd af henni á mótorhjóli á síðunni og hún bloggar... reglulega.

3. Til að forðast misskilning þá er ég að vinna á Almennu verkfræðistofunni, ekki á q bar. Verð þar í sumar og vetur.

4. Já helgin, segjum bara að hluti hennar hafi farið í umræður um varmafræði ;)

5. Blóm og friður, steinselja og kók :)

8 ummæli:

Þura sagði...

Sömuleiðis ;) ...ertu til í að senda mér mína mótorhjólamynd?

Nafnlaus sagði...

Vorum við að tala um varmafræði? Kannski þegar ég dottaði á Kábjé ;D

Nafnlaus sagði...

Híhí nei Sara, hún var ekki að tala við þig.

Hún hitti einhvern vélaverkfræði-hönk á barnum......verið er að skipuleggja brúðkaup og fáum við boðskort í pósti von bráðar.

Nafnlaus sagði...

Jeijjj, ég elska brúðkaup!

(kannski ekki alveg svona mikið en djöfull er gaman ábyggilega þegar vinir manns gifta sig)

Þura sagði...

Sara: Við töluðum smá um varmafræði, en mest um öll karlkyns módelin sem við þekkjum. Ertu að segja mér að þú hafir ekki munað það!!!

Anna Regína: Ég sagði nei við öllum hans proposals! Hefði kannski átt að segja no í stað nei, kannski skildi hann mig ekki...!

Nafnlaus sagði...

Þura: Jú ég man eftir módelunum. Var bara aðeins að kynda í þér :D

Þura sagði...

Það er að verða heitt hérna ;)

Nafnlaus sagði...

Löngu seinna: Já ég skal senda þér mótorhjóla-myndina ;)