sunnudagur, júlí 16, 2006

Ég er handviss um að lesendur eru hundleiðir á að lesa um það sem ég geri, svo að í dag ætla ég að brydda upp á nýjung. Ég ætla að skrifa um hvernig helgin var hjá foreldrum mínum.

Á laugardaginn fóru þau í göngutúr fyrir hádegi. Síðan komu þau heim og fengu sér hádegismat. Eftir hádegismatinn fóru þau á námskeið í Bústaðakirkju sem hét Coping with Senility, mér skildist á þeim að það hefði verið fínt. Um kvöldið fóru þau tvö saman út að borða. Ég veit ekki hvað þau eru búin að vera að gera í dag.

Helgin mín var annars fanta góð. Nema atvikið þegar það kviknaði í snakk-skálinni. En ég meina hei, það hefði getað verið Þorsteinn Pálsson.

8 ummæli:

Svanhvít sagði...

Það hefði alltaf getað verið verra, það hefði getað verið Þorsteinn Pálsson... (ég er akkúrat núna að lesa leiðara eftir ÞP!... tilviljun?)

Góð helgi... toppskemmtun í gær!

Elín sagði...

*grát grát*
*sniff sniff*
*hóst hóst*

Nafnlaus sagði...

Mamma mín tók til í garðinum í gær og pabbi horfði á American Beauty á milli þess sem hann lagði sig.

Gaman að þessu.

Þura sagði...

Það hefur enginn komið með kommentið sem ég var að fiska eftir... held samt að Elín hafi hugsað það.

Svanhvít: Nafnið Þorsteinn Pálsson hefur enga merkingu fyrir mér, mér bara finnast karlmannsnöfn með orðunum 'þor' eða 'steinn' í svo flott.

Elín: Sjá að ofan.

Atli: Þau blogga þriðja hvern dag á settid.blogspot.com

Sara: Já, foreldrar eru líka fólk.

Steini sagði...

Eins gott að það kviknaði ekki í Þorsteini Pálssyni. Talandi um að drepa partýið.

Elín sagði...

Foreldrar mínir eru nú bara að flatmaga á ströndinni með kokteila.

Þura sagði...

Ég á gullskó :)

Elín sagði...

oooh, ég man þegar ég eignaðist gullskó í fyrsta sinn.
Manndómsvígsla, of a sort.