sunnudagur, febrúar 19, 2006

Svar við opnu bréfi stíluðu á mig, Þuríði Helgadóttur, sem birtist á síðu Elínar I. Magnúsdóttur þann 17. febrúar 2006

Ágæti bréfritari,

Ég þakka þér fyrir að koma skoðun þinni á framfæri á svo smekklegan og fínlegan hátt sem þú hefur gert. Ég hef tekið ummæli þín til umhugsunar og eftirfarandi eru mín viðbrögð:
Við búum í landa málfrelsis og tjáningarfrelsis þannig að ég sé mig á engan hátt knúna til að minnka umræður um áfengismál á síðu minni. Varðandi kynferðismál þá er aðeins vísað óbeint til þeirra stöku sinnum og þá á tvíræðan hátt þannig einnig má túlka annað úr skrifunum. Ef að þú, eða aðrir lesendur, hneykslast á skrifum mínum þá getur þú beint blogg áhuga þínum annað.

Þú spyrð líka hvernig ég ætli að ná í mannsefni og vísar í orð manneskju sem hefur mesta sorakjaft sem ég þekki til. Mér finnst þessi röksemdafærsla ekki vera máli þínu til stuðnings og ætti því ekki að hafa fyrir því að svara spurningunni. Hins vegar er þetta skemmtileg spurning og besta svarið sem ég hef er að það séu mín örlög að deyja ein því ekki hef ég fundið gott efni í mann síðasta áratuginn og sé ekki fram á að næsti áratugur verði lukkuvænni.

Ég vona að þetta hafi verið fullnægjandi svar.

mbk
Þuríður Helgadóttir (ein með ljótan munnsöfnuð)

3 ummæli:

Elín sagði...

*horfir agndofa á Þuru, alveg orðlaus*

*setur síðan upp djöfullegt glott og kitlar Þuru*

Hákon sagði...

Það er spurning hvað gerist eftir 11 ár samt!

Þura sagði...

*kitlast ;) *

Hákon:
STÓR spurning.