mánudagur, febrúar 13, 2006

3. dagur í bömmer

Í dag er mánudagur þannig að ég hlýt að vera með bömmer yfir föstudagskvöldinu.... ennþá. Ég er að vona að það hafi bara verið út af því að ég talaði dáldið mikið við einn kennarann á kennarafagnaðinum.

Annars lýsi ég eftir vitnum sem sáu mig gera eitthvað af mér á föstudagskvöldið! (Sveinbjörn má ekki vera með)

Það var samt heví gaman á föstudaginn :) Leikir sem var farið í:

*Teygjuleikurinn, allir byrjuðu með eina teygju og áttu síðan að vinna teyjgjur af hinum með því að láta þá segja , sko, ógeðslega eða verkfræði.
*Borðaleikurinn, mitt borð átti til dæmis að spyrja Sigga Brynjólfs (deildarforseta verkfræðideildar) út í smáatriði vísindagarða. Við drógum hann nokkrum sinnum upp í pontu.
*ÓPP, það er reyndar maður en ekki leikur, en hann var hress.
*Spurningakeppni milli 3. árs nema og mastersnema sem 3. árið vann örugglega
*Drykkjukeppni milli nemenda og kennara (sem við Erna sáum um) og nemendur unnu.... vei.
*Sing Star, fylgdist ekkert voða mikið með því, var þá farin að drekka fyrir alvöru.
*Sella Nótt (segir sig sjálft)
*Man ekki hvort ég sé að gleyma einhverju...

Maturinn var góður, bjórinn var góður, skórnir meiddu ekki, hárið afsléttaðist.

Þegar partýið var búið var haldið í bæinn að dansa... og meira stuð. Daginn eftir vaknaði ég klukkan 9... FULL.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað var ég að pæla að skella mér í ljósmynda nám í Noregi þegar Verkfræðin á íslandi hljómar mikklu meiri spennandi...

Þura sagði...

Nákvæmlega ;) gamanið stoppar aldrei.

Elín sagði...

Áfengi!