laugardagur, september 10, 2005

Örsaga eftir Lúmó

Ef maður eyðir lífi sínu í að hlusta á grasið vaxa, er maður þá að missa af einhverju? hugsaði stelpan. Ef já, af hverju er maður þá að missa? Hún klóraði sér í hausnum íhugul á svip. Ætli það sé yfir höfuð einhver tilgangur með þessu öllu? Hún var ekki viss hver hennar eigin skoðun var. Stelpan tók sopa af ísköldum bjór og komst síðan að niðurstöðu fyrir sjálfa sig. Maður missir að minnsta kosti ekki af grasinu að vaxa ef maður hlustar á það.

Nafn höfundar er dulnefni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver nennir að hlusta á grasið gróa þegar það er hægt að reykja það. Pease out!

Þura sagði...

Ekki alveg ideal túlkun... en ágætis punktur samt.