sunnudagur, september 18, 2005

Hvað skal blogga um?

Erna stakk upp á bloggi um hversu yndislegt það er að vera í skólanum. Ég mundi nú ekki lýsa veru í skólanum sem yndislegri, en ég ætti eiginlega að gera það þar sem ég eyði um 37,5% til 81,25% af vökutíma mínum í skólanum (helgar meðtaldar).

Það sem er yndislegt, það er að hafa kaffivél í skólanum. Ef við notum Laplace á það þá fáum við út að kaffi er gott.

Meira sem er yndislegt, Bítlarnir í skólanum og utan hans. Bara alltaf.

Ég held að vinstra heila hvelið sé gjörsamlega búið að taka yfir það hægra... eða var það öfugt... Heilahvelin eru allavega ekki tvö lengur.

3 ummæli:

Steini sagði...

Klukk, einhvela kaffifíkillinn þinn.

Hákon sagði...

Telst bjór vera heilahvel?

Þura sagði...

Hákon: Já