sunnudagur, september 25, 2005

Ath. (Áður en staðreyndirnar 5 um mig koma.)

Stelpa sem lét mig fá jakka og veski til að geyma á Pravda á föstudagskvöldið, dótið er á Ara í Ögri. Hvernig það gerðist veit ég ekki.

Fyrir aðra, þá segir Erna að atburðarásin hafi verið eftirfarandi:

Við (verkfræðidrykkjufólkið) vorum á Pravda, síðan fórum við á Ara, þá sagði ég allt í einu: Krakkar, hver á þennan jakka og veski? og sýndi jakka og veski sem ég hélt á. Enginn kannaðist við dótið og ég vissi ekki hvar eða hvenær ég hefði fengið það í hendurnar. Þau komust síðan að þeirri niðurstöðu að einhver hefði látið mig geyma það á Pravda og ég hefði bara labbað með það út. Farið var með jakkann og veskið á barinn á Ara. Ég get ekki svarað fyrir mig því ég man ekki eftir þessum parti kvöldsins (þetta var um svipað leyti og ég sendi sms-ið "Ég veit ekki hvar ég er").

Engin ummæli: