laugardagur, september 03, 2005

Þegar einstaklingur vaknar klukkan hálf 9 á laugardagsmorgni og það fyrsta sem hann hugsar er klukkan hvað byrjar vísó! þá er kominn tími til að taka drykkjuvenjur viðkomandi til endurskoðunar.

Fljótt rann upp fyrir mér að vísindaferðin hafði verið kvöldinu áður... og ég var ennþá drukkin.

Síðan fór ég að rifja upp atburðarás kvöldsins. En þar lenti ég í töluverðum erfiðleikum, eyðurnar sem ég gat ekki fyllt inn í voru ófáar.

Sumt er augljóst. Ég vaknaði útsofin fyrir 9 þannig að ég hlýt að hafa farið snemma heim. Ég man ekki hvað ég gerði seinni hluta kvöldsins þannig að klárlega drakk ég marga bjóra og tók mörg skot.

Eftir hádegi hringdi ég í Ernu og hún gat sagt mér fullt sem gerðist.

Niðurstaðan er sú sama og venjulega: drekka minna næst ;) (líklegt?)

2 ummæli:

Hákon sagði...

Mjög ólíklegt, þar sem ómótstæðileg stúlka eins og þú færð alltof marga drykki frá ágengum aðdáendum ;)

Þura sagði...

Ég þakka hólið en ég borga mitt áfengi sjálf í lang-flestum tilfellum.