þriðjudagur, febrúar 15, 2005

[Já ég er ennþá veik]
Mér er búið að leiðast svo endalaust mikið síðustu daga. Ég hef ekkert getað gert nema horfa á vídeó, og þá meina ég ekkert. Það er ömurlegt að vera veik.

Ég missti af hönnunarkeppninni sem mig langaði að sjá, ég missti af ferð til Danmerkur (en eins og Svanhvít bendir réttilega á þá á ég núna meiri peninga til að heimsækja hana til Spánar :) ), ég er búin að missa 6 daga úr skólanum, 2 dæmaskilum (bad shit) og ég missti af Fraiser í gærkvöldi! Gerist það svartara?

Ég býst við að ná upp í skólanum, ef ég byrja núna og held vel á spöðunum, let´s face it aldrei. Of mikið að ná upp, ekki hægt.

Humm þetta er orðið ansi niðurdrepandi blogg hjá mér.

Ókei ég skal róa á jákvæðari mið (get ég sagt svona?), í allan gærdag var mér illt og seint í gærkvöldi sagði móðir mín hingað og ekki lengra og fór með mig á læknavaktina. Þar tók á móti mér þessi líka indæli læknir, hann sagði að ég væri falleg. Ég er svo auðveld...

Ef hann hefði verið 20 - 30 árum yngri þá hefði ég beðið um númerið hjá honum, en ef hann hefði verið 20 -30 árum yngri þá væri hann líklega ekki á vakt hjá læknavaktinni. Easy come, easy go...

Engin ummæli: