sunnudagur, september 28, 2003

Það var drukkinn bjór í gærkvöldi og þar með markmiði helgarinnar náð. Ekki að þetta hafi verið mjög krefjandi verkefni. Mestu máli skipti að ég drakk bjór og það var gaman.

Ég byrjaði á því að kíkja í afmæli til Önnu sem er í rafmagns-og tölvuverkfræði (R&T), þar drakk ég bjór. Plataði síðan Svenna (R&T) að skutla mér niður í bæ þar sem ég hitti Elínu og Atla. Ég og Elín fórum á efri hæðina á Sirkus sem var tóm fyrir utan nokkra útlendinga og drukkum bjór, fljótlega kom fullt af fólki sem við þekktum (m.a. vinkonur mínar síðan úr 9. bekk Birna og Eva) og meiri bjór var drukkinn. Húrra fyrir bjór.

Bjór bjór bjór, ég er hrædd um að orðaforði minn sé af afar skornum skammti í kvöld. Í upphafi var orðið og orðið var bjór. Eitthvað svoleiðis.

Engin ummæli: