þriðjudagur, september 23, 2003

Ég held ég sé heppnasta stúlka í heimi... Héðinn hringdi í mig síðla kvölds á sunnidaginn og tilkynnti að hann hefði eytt 9 klukkustundum af deginum á Magic-móti á Egilstöðum og unnið! Hann núna viðurkenndur bestur af öllum nördum á Austurlandi í mesta nördaspili í heimi, Magic. Sagan er ekki öll, að mótinu loknu (þ.e.a.s. þegar Héðinn hafði verið krýndur mesti nördinn) þá spilaði mótshaldarinn (sem kom frá Reykjavík) eitt spil við alla keppendurna og rústaði öllum nema...ó já, nema kærastanum mínum. Ég er svo stollt.

-------------------------------------------------------------------
Opið bréf til Dr. Vésteins Rúna Eiríkssonar:

Kæri Vésteinn,
Ég heiti Þuríður Helgadóttir og er nemandi í Véla-og iðnaðarverkfræði við HÍ. Síðasta vetur var ég hinsvegar Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem þú kenndir mér EÐL 303 og 403. Í vor tók ég prófið í 403 og gekk miður vel á því, reyndar hringdi ég grátandi í þig eftir prófið og grátbað þig um að fella mig til að ég gæti tekið prófið aftur því ég vildi ekki fá einkunnina 4 á stúdentdprófsskýrteinið mitt. Eins og þú manst kannski þá sagðiru mér að örvænta ekki, því menntaskólaeinkunnir skiptu litlu þegar maður væri kominn í æðra nám (háskólanám). Þú sagðir mér líka að herða upp hugann og gera betur næst.

Gettu hvað, núna er næst, ég er í háskóla og ég er að streða við að gera betur. Allt gengur ágætlega, so far fyrir utan eitt, dæmakennarinn minn í eðlisfræði mætir óundirbúinn, reiknar dæmi vitlaust og birtir nánast öll svör "með fyrirvara", sem er alveg hræðilegt.

Þessi dæmakennari ert þú! Hvernig á nemandi sem á í erfiðleikum með eðlisfræði að þola þessi vinnubrögð?
Þú gafst mér von og núna ertu að taka hana frá mér aftur.

Kv. ÞH
------------------------

Of dramatískt? Hvað finnst þér Elín, sendu mér línu ef þú lest þetta?

Engin ummæli: