föstudagur, september 26, 2003

Ég þarf ekki að senda senda Vésteini Email, ég var svo heppin að rekast á hann fyrir utan Háskólabíó. Eftir stutt orðaskipti bað ég hann vinsamlegast um að mæta undirbúinn í næsta dæmatíma (mjög pent orðað), hann svaraði hvasst: "Ég var búinn að reikna dæmin, glærurnar týndust!!!!" og rauk í burtu. Þannig að ég bíð spennt eftir næsta dæmatíma og ætlast til að hann komist í gegnum hann villulaust. Auk þess þori ég ekkert að senda honum Email, hann er stór ógnvekjandi beljaki, með sterka rödd sem gæti drepið lítið lamb. Ég er semsagt áfram í baslinu.

Föstudagur er erfiðasti dagur vikunnar, ásamt þriðjudegi og fimmtudegi (reyndar koma mánudagur og miðvikudagur fast á eftir). Í dag sat ég og glósaði stanslaust í 5 og 1/2 klukkustund frá 8 til hálf 2, án þess að fá almennilega pásu eða hádegishlé. Það var ekki gaman.

Í dag á Steini afmæli, þegar ég pæli í því þá þekki ég rosa marga sem eiga afmæli þessa dagana. Ég heyrði skemmtilega kenningu um þetta í dag, að þetta væru öll jólabörnin, hljómar ekki svo galið.

Héðinn er búinn að fá vinnu!!!! :) Hann fékk vinnu í einu af eldhúsunum á Kárahnjúkum, það þýðir samt að hann verður hinu megin á landinu næstu 3 mánuðina :(. Hinsvegar fær hann fullt af pening sem hann getur lifað á þegar hann flytur til Reykjavíkur um áramótin og hann fær frítt flug til Reykjavíkur og til baka þegar hann á fríviku sem ég held að sé á 4 vikna fresti. Það gæti verið að ég hitti hann ekki næstu 3 og 1/2 vikuna og ég hef nú þegar ekki hitt hann í 3 vikur. Þetta er samt verra fyrir hann því það er svo brjálað að gera hjá mér að tíminn flýgur eins og honum sé borgað fyrir það en sniglast áfram hjá honum. Þ.a. þegar 3 1/2 vika er liðin í alvörunni þá eru bara 10 dagar liðnir í mínum heimi en 6 vikur í Héðins heimi. Albert Einstein sagði allavega að tími væri afstæður. Humm þá merkir hlýtur það að merkja að ég sé í geimfari sem ferðist á X sinnum ljóshraða og upplifi 2 vikur á meðan það líði 2 ár á Kárahnjúkum og eitthvað. Hve hratt ætli það geimfar fari?

Orðið á götunni segir að bjór skuli drukkinn í kvöld...

Engin ummæli: