sunnudagur, september 21, 2003

Úff, sunnudagskvöld. Ég var að enda við að klára eðlisfræðiskýrslu, eða frekar svona vinnubók. Ég byrjaði klukkan 11 í morgun og núna 9 klukkutímum síðar er ég búin, ég er þreytt, eðlisfræði er erfið. Núna væri æðislegt að leggjast upp í sófa og horfa á heimskulega gamanþætti á SkjáEinum, en ég þarf að læra meira :(

Upphaflega planið fyrir helgina var að taka því rólega, læra báða dagana og vera voða dugleg. Það fór aldeilis ekki eftir, partý á Vesturgötunni á föstudagskvöldið. Mér fannst rosalega gaman, það er endalaust langt síðan ég hef farið í partý hjá þeim skötuhjúum, eða langt síðan þau hafa haldið partý I forget. Ég átti ennþá ógeðslega píkubjóra síðan um verslunarmannahelgina, ég píndi Svanhvíti til að drekka þá með mér. Við blönduðum vodka út í og þá skánaði bragðið til muna sem segir kannski eitthvað um hvað "Pico Strawberry" er ekki góður á bragðið.

Þegar maður er í verkfræði þá er nauðsynlegt að drekka mikið um helgar, reglan er sko þannig að maður á að læra mikið virka daga og drekka sig pissfullan um helgar. Sem reyndar er algjör nauðsyn til að halda geðheilsu í geðveikinni.

Á laugardagskvöldið fór ég í afmæli til Dagnýjar sem er einmitt í háskólanum. Dagný er frá Vestmannaeyjum þar sem allar stelpurnar eru svo miklar gellur ég lít út eins og útgangsmaður við hliðina á þeim. Partýið samanstóð af úbergellum frá Eyjum, þær voru hver ein og einasta í stuttu pilsi, heví gellubol og mikið málaðar, ég þorði ekki að spurja hvort þær færu á stofu til að láta mála sig eða gerðu þetta sjálfar. Síðan voru nokkrir svona gæjar í stíl við gellurnar og verkfræðinemarnir komu síðan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Annars var bara ofsa fínt, var reyndar á bíl, en gaman.

Núna er það að duga eða drepast, línuleg algebra eða SkjárEinn, banani eða snickers. Ég þarf að skila Guðbjörtu heimadæmum á morgun, má ekki beila á því. Prumpu-Lína

Engin ummæli: