Snilldar vísindaferð í gærkvöldi og hlustið nú vel börnin góð:
Ég hélt að rútan ætti að fara hálf fimm "eins og venjulega" og sat í eldhúsinu heima hjá mér að borða cheerios klukkan hálf fjögur þegar ég fékk sms frá Sellu sem sagði að tímasetningunni hefði verið breytt og það væri mæting 15.55. Það sem ég byrjaði að sjálfsögðu á að gera var að vaska upp, síðan rauk ég til og ákvað í snatri í hverju ég ætti að fara og henti einhverri málingu framaní mig (til að reyna að vera sæt sko) og grátbað mömmu nú um að keyra hratt. Í rútunni var Gunni með bjór, eða tvo sem hann hafði ekkert svakalega mikla lyst á svo ég endaði á því að drekka helminginn af báðum. Ferðinni var heitið á VST og í ljós kom að þessi bjór hafði verið alveg bráðnauðsynlegur því langt var í næst ölsopa. Fyrst var almenn kynning og síðan var okkur skipt í 3 hópa og vorum látin hlusta á hina ýmsu ofur fræðilegu fyrirlestra næstu klukkustundina, án þess að fá bjór með. Það var aðeins of mikið fyrir mig þegar einn verkfræðingurinn talaði um hinar ýmsu gerðir loka í 15 mínútur. Um 6 leitið var komið að veitingunum og þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum, 2 tegundir af bjór, hvítvín, samlokur og djúpsteikt drasl frá Friday's. Brjálað gott!
Hópurinn fór síðan öllum til mikillar gleði á Prikið en ekki Pravda. Þar var bjór og skot á aðeins 500 krónur, skotið virtist ekkert slæm hugmynd at the time en ég var líklega með skerta dómgreind af öllum bjórnum. Næstu þrjá fjóra tímana var ég heldur skrautleg, aumingja Hlynur lenti í að hlusta á mig í dágóða stund. Um miðnætti var ég orðin fín aftur, fór að dansa með Sellu, hitti kærastann hennar og bara gaman, dissaði Gunna og fleira skemmtilegt. Síðan fóru þau bara heim og ég rölti upp Laugaveginn með Gunna og gaur sem hann þekkir, við fórum á Devitos og átum pizzu. Síðan voru þeir bara á leiðinni heim, ég var hreint ekki í stuði fyrir það svo ég setti mig í samband við Atla sem var einmitt á leiðinni að mála bæinn rauðann. Ég labbaði ein aftur niður Laugaveginn, en samt ekki ein, einhverjir Portúgalar eða Spánverjar (þeir sögðust ekki muna hvaðan þeir voru) fóru að spjalla við mig, eftir að við vorum búin að labba 20 metra bað annar um símann hjá mér (ekki til að reyna bið mig, bara til að fara á kaffihús einhverntíman) og brjálað fúll þegar ég vildi ekki gefa honum númerið mitt vegna þess hve stutt ég var búin að þekkja hann. Hitti Atla og hjálpaði honum að mála, fórum m.a. á Felix en stoppuðum ekki lengi því það voru allir (aðrir) svo sleezy. Hittum Elínu á Kofanum þar sem bæði barþjónninn og DJ-inn voru sætir :) Á Kofanum var einnig dæmatímakennarinn minn í stærðfræði sem mér fannst góð hugmynd að spjalla við, hann var voða næs, mundi eftir mér úr tímum og allt. Fór síðan bara heim að sofa upp úr 4, mjög sátt við kvöldið.
Hvað gerðist svo?
Í morgun vaknaði ég klukkan 9 af öllum tímum og gat engan vegin sofið lengur. Ég fór á fætur sagði djammsöguþyrstum foreldrum mínum ritskoðaða útgáfu af vísindaferðinni, síðan fór ég með pabba í Sorpu að henda drasli augljóslega, hvað er betra að gera þunnur á laugardagsmorgni en að keyra með gagnrýninn föður sinn sem farþega? Ég var komin í Hreyfingu klukkan 11 og hljóp eins og vitleysingur í hálftíma, nokkuð gott eftir 4 tíma svefn. Alltaf í góðum gír eftir fyllerí.
laugardagur, mars 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli