Það er komið vor!!!! og það er að koma sumar!!!! (típskt að það komi snjóstormur á morgun um leið og maður er kominn í vor-fíling). Mig langaði svo mikið í sund í gær að ég var að deyja, en það vildi bara eeeeenginn koma með mér. Ekki að ég hafi talað við alla í heiminum, prófa það næst. Í morgun þegar ég vaknaði (kl. 11) langaði mig ennþá ýkt mikið í sund þannig að ég skellti mér bara, meira að segja alein. Það var alveg dásamlegt. Ég fór í Laugardalslaugina og þegar ég kom út ætlaði ég fyrst að flýta mér ofan í pottinn svo mér yrði ekki kalt, en viti menn það var ekkert kalt úti og enginn vindur og fullt af sól. Þetta var bara eins og að fara í sund á fögrum júlídegi. Ætli ég hafi fengið tan*???
Ég lá meira að segja ekki bara í sólbaði allan tímann, ég synti líka nokkra metra. :)
Síðan fór ég í góða sumarskapinu mínu í skólann og gat hálft stærðfræðidæmi af tveimur sem átti að skila og fannst það mjög góður árangur. Dagurinn er ekki búinn enn, ætla að skella mér í dans í kvöld, jibbíkóla!
*Það er víst kúl að segja tan.
mánudagur, mars 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli