miðvikudagur, mars 10, 2004

Ókey, ég veit maður á ekki að pirra sig á öllu og vera svaka líbó o.s.frv. en eitt er ég svakalega ósátt við. Þeir sem eru meðlimir Vélarinnar hafa forgang í vísindaferðir PUNKTUR. Auk þess er dónaskapur við fyrirtækin að mæta fleiri en samið er um í vísindaferð, þau verða að kaupa bjór og fleira. Þegar ég var að skrá mig í vísó um síðustu helgi tók ég eftir því að hann var skráður í "ekki meðlimir" dálkinn (sem þýðir að hann er ekki meðlimur og kemst ekki með ef fleiri meðlimir skrá sig) og einni mínútu síðar datt hann út því að ferðin fylltist af Vélarmeðlimum. Á föstudaginn mætti ég síðan í vísindaferðarrútuna og hvern sé ég? Já og hann var að reyna að komast með í vísindaferð. Gaurinn sem var að tékka við listann var ýkt pirraður og sagði "Steinar þú varst einu sinni ekki efstur á varalistanum og það hefur enginn hætt við, common." (eða svona sirk abát) Ég veit ekki hvort það er vegna þess að hann er kínverji eða hvað, en hann kom með, óskráður. Og það gerði mig ýkt pirraða, sérstaklega vegna þess að það er hörð barátta að komast með og ef maður kemst ekki inn þá mætir maður ekki!!!!

Engin ummæli: