laugardagur, mars 13, 2004

Eitthvað skemmtilegt:

Í gærkvöldi kíkti ég í bæinn með Svövu Dóru og Stebba. Fyrst var ég ýkt þreytt og leiðinlegt, þá ákváðum við að fara á Ara í Ögri og þá var ýkt gaman. Og þegar við fórum af Ara var ennþá gaman og bara meira gaman.

Fékk mér grjónagraut á Ara og hann var ýkt góður, besti grjónagrautur sem ég hef smakkað. Grjónagrautur er semsagt skot, fyrst kemur kanillíkjör, síðan eitthvað sterkt (tók ekki eftir því), kveikt í og kanil dreift yfir, síðan blæs maður á eldinn og skellir herlegheitunum í sig. Bæði gott á bragðið og áfengt, er eitthvað betra?

Þetta er annar laugardagurinn á önninni sem ég er ekki þunn eða að gera AutoCAD í 8 tíma eða bæði. Það er ýkt fínt.

Eitthvað leiðinlegt:

Það eru minna en 7 vikur í prófin, hólí fokk! Fyrsta prófið er í námskeiðinu sem ég hef aðeins reiknað eitt dæmi í alla önnina og alltaf kóperað heimadæmi hjá einhverjum öðrum, það hljómar ekkert voða vel. Ég kvíði ýkt mikið fyrir.

Engin ummæli: