Mánudagur til mæðu, eða hvernig var það? Mánudagarnir mínir eru allavega alltaf til mæðu, í þurfti ég ekki að mæta fyrr en 16.30 í skólann og tókst þess vegna ekki að læra sérstaklega mikið *mæð*.
the [not so fun] partystory
Laugardagurinn var hinsvegar til lukku, ef það kallast lukka að komast á fríkeypis fyllerí, semsagt til lukku. Ég fór með honum Stebba á árshátíð Kaupáss, svona vinnuárshátíð. Áður en klukkan varð 7 (PM) var ég búin að innbyrða 3 tegundir af alkóhóli, það var einmitt einkennandi fyrir kvöldið hvað ég var fjölbreytt í drykkjaúrvali. Ég verslaði ekkert á barnum en bara fékk svona gefins áfengi, stelpan sem sat á móti mér og ég þekkti ekkert fékk sendan drykk frá frænda kærasta síns og hún var á bíl og þurfti að losna við drykkinn og þá kom Þura til bjargar. Þessi texti sem ég er að skrifa hljómar meira eins og drunken rambling en hverjum er ekki sama. Anyway maturinn var ýkt góður en ég var ekki í neinu stuði til að borða, mig langaði bara að drekka, þannig að ég fílaði hann ekkert svo, nema ísinn var dásamlegur! Logi Bergmann var veislustjóri og hann var plain ol' leiðinlegur og ég er viss um að hann var fullur því hann blótaði svo mikið (sagði f-orðið) og var með eitthvað diss á ákveðnar verslanir Krónunnar. Eftir matinn var Abba-show með Birgittu Haukdal í fararbroddi. Það var geðveikt skemmtilegt, ég sat við hliðina á hljómborðsleikaranum í Sóldögg (að mig minnir) og hann var jafnmikill ABBA-fan og ég, þannig að það var brjáluð stemning. Síðan fórum við eitthvað að dansa, en þá kom skyndilega "my drunk period" þar sem ég gat ekki dansað lengur, gat eiginlega ekki gert neitt nema sitja og drekka vatn, í alveg hálftíma. Eftir hálftíma kom Stebbi og sagði að Írafár væri byrjað að spila en ég vildi ekki trúa því. Ég var með fyrirfram fordóma gagnvart Írafári og var handviss um að þau væru leiðinleg ballhljómsveit, myndu bara spila Fingur og hringir sem mynda hjörtu allan tímann og það væri ömurlegt. Hljómsveitin sem var að spila var bara góð og var að taka fullt af partýlögum, ég dröslaðist á fætur og sá Írafár á sviðinu og þurfti að éta allt ofan í mig um lélegheit Írafárs. Ég skellti mér bara á dansgólfið og dansaði eins og vitleysingur (eins og skórnir leyfðu). Gerðum tilraun til að fara í bæinn en skórnir mótmæltu harðlega og píndu mig til að fara heim. En það var allt í lagi, ég var búin að vera úti að leika allt of lengi.
mánudagur, mars 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli