þriðjudagur, mars 09, 2004

Það er komið nýtt sunnudagsplan hjá mér, reyndar hefur það aðeins verið framkvæmt einu sinni en með svona líka góðum árangri að núna er þetta vikulegt. Ég mætti á bókhlöðuna á hádegi, klukkan eitt leiddist mér svo mikið að ég sendi Ellu sms og hvatti hana til að koma og viti menn, hún kom! Við lærðum sveittar stærðfræðigreiningu og örverufræði (eða ég man ekki alveg hvað hún var að læra) til lokunnar. Á eftir skelltum við okkur í sund í Árbæjarlauginni með kærasta annarrar (þið megið geta hvorrar). Þar nutum við útsýnis og veðurblíðu fram á kvöld. Reyndar lenti ég næstum því í bráðri lífshættu, það hoppaði næstum því ofan á mig 200 kílóa karlmaður, mér varð ekki skemmt. Planið um kvöldið var að panta pizzu og horfa á Die Hard en því var ekki fylgt eftir því að ég þurfti að föndra fyrir skólann og Elín þurfti að teikna örverur eða eitthvað. Næsta sunnudag verður aldeilis horft á Die Hard og borðuð pizza og stór bragðarefur!

Engin ummæli: