Passion of Christ
Ég fór í bíó í gær á Passion of Christ eftir Mel Gibson. Hún er ekki fyrir viðkvæma, þá sem geta ekki horft á blóð, pínulítið viðkvæma eða börn undir 16 ára aldri. Samt ættu allir að sjá þessa mynd. Ég hef ekki grátið almennilega í bíó síðan Mufasa dó í Lion King '94 en ég grét yfir Passion of Christ. Ég er ekki að segja að maður frelsist við að horfa á myndina eða neitt þannig, þó allir "sér"trúarsöfnuðir á landinu virðist halda það þar sem þeir standa fyrir utan salinn í þegar myndin er búin og dreifa auglýsingabæklingum. Það truflaði mig ekkert að fá bækling, en ég hef samt engu meiri áhuga á að mæta á samkomu í babtistakirkjunni í Hafnarfirðinum eftir að hafa séð myndina, kannski hún hafi svoleiðis áhrif á einhverja, ég veit það ekki.
Ég vil eiginlega ekki segja frá myndinni, held það mundi bara skemma fyrir. Ekki að allir eigi ekki að kunna plottið, Jesú er svikinn, handtekinn, húðstrýktur, dæmdur af brjáluðum fjöldanum og krossfestur, þetta lærði maður í kristinfræði í gamla daga. Myndin er mjög grafísk, ég held það sé besta lýsingarorðið. Það var líka mjög erfitt að horfa, ég var nokkrum sinnum að því komin að ganga út. Það var enn erfiðara að halda augunum opnum, mér tókst það ekki alltaf, sumt var bara too much. Þetta er by far ofbeldisfyllsta mynd sem ég hef séð, sérstaklega vegna þess að ég er ekki alveg að sjá Mel Gibson fyrir mér segja: Það væri geðveikt kúl ef við hefðum þetta ofbledisatriði svona! ég held hann hafi meira verið Ég sé fyrir mér að svona hafi þetta verið. vitandi að hann er kaþólikki og mjög trúaður.
Ég kem eiginlega ekki meiru í orð af því sem mig langar að segja.
laugardagur, mars 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli