föstudagur, mars 26, 2004

Hvað er málið?

Ég er hérna í tölvunni á föstudagskvöldi klukkan tuttugu mínútur yfir tíu að gera AutoCAD og það er enginn á msn til að stytta mér stundir! Ef að einhver les þetta þá er msn-ið mitt turababe@hotmail.com anybody.... ég heyri ekkóið í sjálfri mér, kallandi á hjálp. Dagný er að tala við kærasta sinn í símann og ég bara sit ein í tölvunni að teikna skrúfu í smáatriðum að spjalla við engan!!!! I think I'm going something something....

Ég held að bjórinn vanti.

mánudagur, mars 22, 2004

Mánudagur til mæðu, eða hvernig var það? Mánudagarnir mínir eru allavega alltaf til mæðu, í þurfti ég ekki að mæta fyrr en 16.30 í skólann og tókst þess vegna ekki að læra sérstaklega mikið *mæð*.

the [not so fun] partystory
Laugardagurinn var hinsvegar til lukku, ef það kallast lukka að komast á fríkeypis fyllerí, semsagt til lukku. Ég fór með honum Stebba á árshátíð Kaupáss, svona vinnuárshátíð. Áður en klukkan varð 7 (PM) var ég búin að innbyrða 3 tegundir af alkóhóli, það var einmitt einkennandi fyrir kvöldið hvað ég var fjölbreytt í drykkjaúrvali. Ég verslaði ekkert á barnum en bara fékk svona gefins áfengi, stelpan sem sat á móti mér og ég þekkti ekkert fékk sendan drykk frá frænda kærasta síns og hún var á bíl og þurfti að losna við drykkinn og þá kom Þura til bjargar. Þessi texti sem ég er að skrifa hljómar meira eins og drunken rambling en hverjum er ekki sama. Anyway maturinn var ýkt góður en ég var ekki í neinu stuði til að borða, mig langaði bara að drekka, þannig að ég fílaði hann ekkert svo, nema ísinn var dásamlegur! Logi Bergmann var veislustjóri og hann var plain ol' leiðinlegur og ég er viss um að hann var fullur því hann blótaði svo mikið (sagði f-orðið) og var með eitthvað diss á ákveðnar verslanir Krónunnar. Eftir matinn var Abba-show með Birgittu Haukdal í fararbroddi. Það var geðveikt skemmtilegt, ég sat við hliðina á hljómborðsleikaranum í Sóldögg (að mig minnir) og hann var jafnmikill ABBA-fan og ég, þannig að það var brjáluð stemning. Síðan fórum við eitthvað að dansa, en þá kom skyndilega "my drunk period" þar sem ég gat ekki dansað lengur, gat eiginlega ekki gert neitt nema sitja og drekka vatn, í alveg hálftíma. Eftir hálftíma kom Stebbi og sagði að Írafár væri byrjað að spila en ég vildi ekki trúa því. Ég var með fyrirfram fordóma gagnvart Írafári og var handviss um að þau væru leiðinleg ballhljómsveit, myndu bara spila Fingur og hringir sem mynda hjörtu allan tímann og það væri ömurlegt. Hljómsveitin sem var að spila var bara góð og var að taka fullt af partýlögum, ég dröslaðist á fætur og sá Írafár á sviðinu og þurfti að éta allt ofan í mig um lélegheit Írafárs. Ég skellti mér bara á dansgólfið og dansaði eins og vitleysingur (eins og skórnir leyfðu). Gerðum tilraun til að fara í bæinn en skórnir mótmæltu harðlega og píndu mig til að fara heim. En það var allt í lagi, ég var búin að vera úti að leika allt of lengi.

laugardagur, mars 20, 2004

Passion of Christ

Ég fór í bíó í gær á Passion of Christ eftir Mel Gibson. Hún er ekki fyrir viðkvæma, þá sem geta ekki horft á blóð, pínulítið viðkvæma eða börn undir 16 ára aldri. Samt ættu allir að sjá þessa mynd. Ég hef ekki grátið almennilega í bíó síðan Mufasa dó í Lion King '94 en ég grét yfir Passion of Christ. Ég er ekki að segja að maður frelsist við að horfa á myndina eða neitt þannig, þó allir "sér"trúarsöfnuðir á landinu virðist halda það þar sem þeir standa fyrir utan salinn í þegar myndin er búin og dreifa auglýsingabæklingum. Það truflaði mig ekkert að fá bækling, en ég hef samt engu meiri áhuga á að mæta á samkomu í babtistakirkjunni í Hafnarfirðinum eftir að hafa séð myndina, kannski hún hafi svoleiðis áhrif á einhverja, ég veit það ekki.

Ég vil eiginlega ekki segja frá myndinni, held það mundi bara skemma fyrir. Ekki að allir eigi ekki að kunna plottið, Jesú er svikinn, handtekinn, húðstrýktur, dæmdur af brjáluðum fjöldanum og krossfestur, þetta lærði maður í kristinfræði í gamla daga. Myndin er mjög grafísk, ég held það sé besta lýsingarorðið. Það var líka mjög erfitt að horfa, ég var nokkrum sinnum að því komin að ganga út. Það var enn erfiðara að halda augunum opnum, mér tókst það ekki alltaf, sumt var bara too much. Þetta er by far ofbeldisfyllsta mynd sem ég hef séð, sérstaklega vegna þess að ég er ekki alveg að sjá Mel Gibson fyrir mér segja: Það væri geðveikt kúl ef við hefðum þetta ofbledisatriði svona! ég held hann hafi meira verið Ég sé fyrir mér að svona hafi þetta verið. vitandi að hann er kaþólikki og mjög trúaður.

Ég kem eiginlega ekki meiru í orð af því sem mig langar að segja.

föstudagur, mars 19, 2004

Bestu heimavinnuskil í heimi!!!!

Gat burðó og eðlisfræði alveg sjálf ííí. Reddaði síðan lík og töl eftir skóla í dag. Ég og tvær aðrar stelpur sátum í VR-II í dag við svokallað hópavinnuborð að kópera heimadæmi og minding our own buisness þegar koma aðsvífandi gaur úr vélinni og einhver kona. Við heyrum gaurinn segja, þetta er tölvustofa rafmagnsins og hérna er svona hópavinnuborð, og er að tala um borðið sem við sitjum við. Við glottum því við erum að kópera heimadæmi en ekki að læra saman, og erum að segja, eins gott að þau viti ekki hvað við erum að gera *blikk blikk*. Kemur þá ekki konan að okkur, dregur upp myndavél og segir, má ég ekki taka mynd af ykkur stelpur? Við segjum bara jújú og erum ýkt vandræðilegar. Þá tekur hún mynd af okkur að kópera heimadæmi... talandi um að vera caught in the act!

Um þessi heimadæmi má bæta við að við slepptum allar að gera lið 1 b) og skiluðum allar til sama kennara. Síðast var skrifað á öll blöðin sjá hjá Þuríði Helgadóttur, dæmatímakennarinn hatar okkur.... En hún dýrkar gaurinn í Ístaks-jakkanum (það er einn gaur í vélinni sem hefur mætt í ístaksjakka í skólann upp á hvern einasta dag frá því í ágúst, greinilega jakki fyrir íslenskar aðstæður) þannig að það er ekkert eftirsóknarvert að vera elskaður af henni.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Krappí djó, ég nenni ekki heimadæmaruglinu lengur. Það eru 3 skil á föstudaginn, nennekki nennekki nennekki. Var ýkt dugleg í dag, ekki að læra samt, fór í Hreyfingu og síðan í sund með Svövu Dóru. Sund er gaman, sumar er gaman. Hvenær kemur sumarið? Ég reyndi að hringja í það áðan með því að leggja saman alla tölustafina aftan á Sgt. Peppers plötunni en ég sogaðist ekki inn í símann og kom ekki aftur út á "stað endalausrar hamingju". Krappí djó!

mánudagur, mars 15, 2004

Það er komið vor!!!! og það er að koma sumar!!!! (típskt að það komi snjóstormur á morgun um leið og maður er kominn í vor-fíling). Mig langaði svo mikið í sund í gær að ég var að deyja, en það vildi bara eeeeenginn koma með mér. Ekki að ég hafi talað við alla í heiminum, prófa það næst. Í morgun þegar ég vaknaði (kl. 11) langaði mig ennþá ýkt mikið í sund þannig að ég skellti mér bara, meira að segja alein. Það var alveg dásamlegt. Ég fór í Laugardalslaugina og þegar ég kom út ætlaði ég fyrst að flýta mér ofan í pottinn svo mér yrði ekki kalt, en viti menn það var ekkert kalt úti og enginn vindur og fullt af sól. Þetta var bara eins og að fara í sund á fögrum júlídegi. Ætli ég hafi fengið tan*???

Ég lá meira að segja ekki bara í sólbaði allan tímann, ég synti líka nokkra metra. :)

Síðan fór ég í góða sumarskapinu mínu í skólann og gat hálft stærðfræðidæmi af tveimur sem átti að skila og fannst það mjög góður árangur. Dagurinn er ekki búinn enn, ætla að skella mér í dans í kvöld, jibbíkóla!

*Það er víst kúl að segja tan.

laugardagur, mars 13, 2004

Eitthvað skemmtilegt:

Í gærkvöldi kíkti ég í bæinn með Svövu Dóru og Stebba. Fyrst var ég ýkt þreytt og leiðinlegt, þá ákváðum við að fara á Ara í Ögri og þá var ýkt gaman. Og þegar við fórum af Ara var ennþá gaman og bara meira gaman.

Fékk mér grjónagraut á Ara og hann var ýkt góður, besti grjónagrautur sem ég hef smakkað. Grjónagrautur er semsagt skot, fyrst kemur kanillíkjör, síðan eitthvað sterkt (tók ekki eftir því), kveikt í og kanil dreift yfir, síðan blæs maður á eldinn og skellir herlegheitunum í sig. Bæði gott á bragðið og áfengt, er eitthvað betra?

Þetta er annar laugardagurinn á önninni sem ég er ekki þunn eða að gera AutoCAD í 8 tíma eða bæði. Það er ýkt fínt.

Eitthvað leiðinlegt:

Það eru minna en 7 vikur í prófin, hólí fokk! Fyrsta prófið er í námskeiðinu sem ég hef aðeins reiknað eitt dæmi í alla önnina og alltaf kóperað heimadæmi hjá einhverjum öðrum, það hljómar ekkert voða vel. Ég kvíði ýkt mikið fyrir.

föstudagur, mars 12, 2004

Steinar ath. Ég var ekki að hlera hvað Einar sagði við þig Steinar en fyrir tilviljun stóð ég fyrir aftan þig í röðinni og heyrði þess vegna óvart hvað hann sagði við þig. Það sem mér fannst skrítið að gaurinn sem var að skrá hverjir mættu vissi hvorki að þú værir í félaginu né að þú værir að koma í staðin fyrir einhvern sem hafði hætt við. En ef þú ert í Vélinni þá hef ég yfir engu að kvarta og ég biðst afsökunnar á því að hafa móðgað þig, það var ekki meint eins hátíðlega og allir virðast hafa tekið því.

Og Steinar þetta tengist því ekkert að þú ert útlendingur, þú veist það alveg sjálfur.

ÞH

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ókey, ég veit maður á ekki að pirra sig á öllu og vera svaka líbó o.s.frv. en eitt er ég svakalega ósátt við. Þeir sem eru meðlimir Vélarinnar hafa forgang í vísindaferðir PUNKTUR. Auk þess er dónaskapur við fyrirtækin að mæta fleiri en samið er um í vísindaferð, þau verða að kaupa bjór og fleira. Þegar ég var að skrá mig í vísó um síðustu helgi tók ég eftir því að hann var skráður í "ekki meðlimir" dálkinn (sem þýðir að hann er ekki meðlimur og kemst ekki með ef fleiri meðlimir skrá sig) og einni mínútu síðar datt hann út því að ferðin fylltist af Vélarmeðlimum. Á föstudaginn mætti ég síðan í vísindaferðarrútuna og hvern sé ég? Já og hann var að reyna að komast með í vísindaferð. Gaurinn sem var að tékka við listann var ýkt pirraður og sagði "Steinar þú varst einu sinni ekki efstur á varalistanum og það hefur enginn hætt við, common." (eða svona sirk abát) Ég veit ekki hvort það er vegna þess að hann er kínverji eða hvað, en hann kom með, óskráður. Og það gerði mig ýkt pirraða, sérstaklega vegna þess að það er hörð barátta að komast með og ef maður kemst ekki inn þá mætir maður ekki!!!!

þriðjudagur, mars 09, 2004

Það er komið nýtt sunnudagsplan hjá mér, reyndar hefur það aðeins verið framkvæmt einu sinni en með svona líka góðum árangri að núna er þetta vikulegt. Ég mætti á bókhlöðuna á hádegi, klukkan eitt leiddist mér svo mikið að ég sendi Ellu sms og hvatti hana til að koma og viti menn, hún kom! Við lærðum sveittar stærðfræðigreiningu og örverufræði (eða ég man ekki alveg hvað hún var að læra) til lokunnar. Á eftir skelltum við okkur í sund í Árbæjarlauginni með kærasta annarrar (þið megið geta hvorrar). Þar nutum við útsýnis og veðurblíðu fram á kvöld. Reyndar lenti ég næstum því í bráðri lífshættu, það hoppaði næstum því ofan á mig 200 kílóa karlmaður, mér varð ekki skemmt. Planið um kvöldið var að panta pizzu og horfa á Die Hard en því var ekki fylgt eftir því að ég þurfti að föndra fyrir skólann og Elín þurfti að teikna örverur eða eitthvað. Næsta sunnudag verður aldeilis horft á Die Hard og borðuð pizza og stór bragðarefur!

laugardagur, mars 06, 2004

Snilldar vísindaferð í gærkvöldi og hlustið nú vel börnin góð:

Ég hélt að rútan ætti að fara hálf fimm "eins og venjulega" og sat í eldhúsinu heima hjá mér að borða cheerios klukkan hálf fjögur þegar ég fékk sms frá Sellu sem sagði að tímasetningunni hefði verið breytt og það væri mæting 15.55. Það sem ég byrjaði að sjálfsögðu á að gera var að vaska upp, síðan rauk ég til og ákvað í snatri í hverju ég ætti að fara og henti einhverri málingu framaní mig (til að reyna að vera sæt sko) og grátbað mömmu nú um að keyra hratt. Í rútunni var Gunni með bjór, eða tvo sem hann hafði ekkert svakalega mikla lyst á svo ég endaði á því að drekka helminginn af báðum. Ferðinni var heitið á VST og í ljós kom að þessi bjór hafði verið alveg bráðnauðsynlegur því langt var í næst ölsopa. Fyrst var almenn kynning og síðan var okkur skipt í 3 hópa og vorum látin hlusta á hina ýmsu ofur fræðilegu fyrirlestra næstu klukkustundina, án þess að fá bjór með. Það var aðeins of mikið fyrir mig þegar einn verkfræðingurinn talaði um hinar ýmsu gerðir loka í 15 mínútur. Um 6 leitið var komið að veitingunum og þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum, 2 tegundir af bjór, hvítvín, samlokur og djúpsteikt drasl frá Friday's. Brjálað gott!

Hópurinn fór síðan öllum til mikillar gleði á Prikið en ekki Pravda. Þar var bjór og skot á aðeins 500 krónur, skotið virtist ekkert slæm hugmynd at the time en ég var líklega með skerta dómgreind af öllum bjórnum. Næstu þrjá fjóra tímana var ég heldur skrautleg, aumingja Hlynur lenti í að hlusta á mig í dágóða stund. Um miðnætti var ég orðin fín aftur, fór að dansa með Sellu, hitti kærastann hennar og bara gaman, dissaði Gunna og fleira skemmtilegt. Síðan fóru þau bara heim og ég rölti upp Laugaveginn með Gunna og gaur sem hann þekkir, við fórum á Devitos og átum pizzu. Síðan voru þeir bara á leiðinni heim, ég var hreint ekki í stuði fyrir það svo ég setti mig í samband við Atla sem var einmitt á leiðinni að mála bæinn rauðann. Ég labbaði ein aftur niður Laugaveginn, en samt ekki ein, einhverjir Portúgalar eða Spánverjar (þeir sögðust ekki muna hvaðan þeir voru) fóru að spjalla við mig, eftir að við vorum búin að labba 20 metra bað annar um símann hjá mér (ekki til að reyna bið mig, bara til að fara á kaffihús einhverntíman) og brjálað fúll þegar ég vildi ekki gefa honum númerið mitt vegna þess hve stutt ég var búin að þekkja hann. Hitti Atla og hjálpaði honum að mála, fórum m.a. á Felix en stoppuðum ekki lengi því það voru allir (aðrir) svo sleezy. Hittum Elínu á Kofanum þar sem bæði barþjónninn og DJ-inn voru sætir :) Á Kofanum var einnig dæmatímakennarinn minn í stærðfræði sem mér fannst góð hugmynd að spjalla við, hann var voða næs, mundi eftir mér úr tímum og allt. Fór síðan bara heim að sofa upp úr 4, mjög sátt við kvöldið.

Hvað gerðist svo?

Í morgun vaknaði ég klukkan 9 af öllum tímum og gat engan vegin sofið lengur. Ég fór á fætur sagði djammsöguþyrstum foreldrum mínum ritskoðaða útgáfu af vísindaferðinni, síðan fór ég með pabba í Sorpu að henda drasli augljóslega, hvað er betra að gera þunnur á laugardagsmorgni en að keyra með gagnrýninn föður sinn sem farþega? Ég var komin í Hreyfingu klukkan 11 og hljóp eins og vitleysingur í hálftíma, nokkuð gott eftir 4 tíma svefn. Alltaf í góðum gír eftir fyllerí.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Héðinn flaug upp á Kárahnjúka í morgun. Með flugvél, ekki sjálfur. Fórum í dans í gærkvöldi, þar var frekar rólegt, ætli fólk sé þreytt? Einmitt þegar dansinn var búinn hringdi Svanhvít og við hittum hana, Steina og Svenna í Alþjóðahúsinu þar sem við coveruðum helstu málefni líðandi stundar og ég bjó til ógeðisdrykk úr afgöngum úr bollum allra og salti og pipar, síðan drakk ég ógeðisdrykkinn, eða smakkaði hann að minnsta kosti. Hann var ekkert ógeðslegur, það vantaði tómatsósu og helst rauðkál frá því í gær úr bæjarvinnunni til að hann yrði virkilegt ógeð.

mánudagur, mars 01, 2004

Ég varð ekkert smá fúl þegar ég sá að ég hafði EKKI unnið hugmyndasamkeppnina hans Steina. Steini fær þetta borgað, nema hann bæti mér þetta upp með því að gefa mér tíuþúsundkall og stóran ís, með dýfu og nammi.