fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Plúsar og mínusar

Ég labbaði heim úr skólanum í dag. Veðrið var milt og gott. Þegar ég labbaði frammhjá almenningsgarðinum í hverfinu mínu fann ég lykt af nýslegnu grasi. Ah, en dásamlegt, hugsaði ég með mér. Það jafnast fátt á við lyktina af nýslegnu grasi. Í sömu andrá stoppaði maðurinn sem var að labba svona 10 metrum á undan mér og fór að skyrpa / æla upp við girðinguna að garðinum. Ég ákvað snögglega að ég þyrfti að fara yfir götuna. Allt í einu var lyktin ekki svo dásamleg lengur.

3 ummæli:

Atli Viðar sagði...

óóó heimsborgin! það er ekki fermeter þar sem ekki leynist menning.

Nafnlaus sagði...

Ég er búinn að hengja klifurskóna mína út um gluggann. Lyktin af þeim er allt annað en dásamleg. Ef það væru jól núna fengi ég klárlega ekkert í skóinn...

Þura sagði...

Atli: Hahaha, já sko hverfið mitt er ekkert voða heimsborgar-hverfi.

Beggi: Það eru næstum því páskar, en afhverju ættirðu að hengja skóna þína útum gluggann ?