sunnudagur, febrúar 24, 2008

Lufsumatur

Við Arna búum á sama stúdentagarði, ekki í sömu íbúð samt. Stundum, þegar við nennum, þá eldum við saman. Fyrir nokkrum vikum í búðinni (friendly neighbourhood store) þegar við vorum að versla nauðsynjar ákváðum við að kaupa nautakjöt og elda fljótlega rosa flottan mat. Svo fóru kjötið í frystinn. Nokkrum vikum seinna (í gær) ákváðum við að vera rosa duglegar og elda fína nautakjötskvöldmatinn. Kjötið var tekið úr frystinum og sett inn í ísskáp. Þann daginn enduðum við á Pizza Express eftir nokkra bjóra. Afleiðingin varð sú að við urðum að elda kjötið í kvöld, til það myndi ekki skemmast.

Planið var að steikja nautasteikurnar og dáldinn lauk með. Sjóða nokkrar kartöflur og hafa með einfalda pakkasósu. Maður þurfti bara að setja sósuduftið í bolla og hella soðnu vatni saman við og hræra. Einfalt eh?

Við byrjuðum á því að setja upp kartöflur. Núna láta margir lesendur sér eflaust detta í hug að ég hafi klúðrað því með því að gleyma að setja vatn í pottinn. Undir ströngu eftirliti Örnu var passað upp á að vatn færi í pottinum. Næst steiktum við lauk. Hann brenndist smá en það er aukaatriði í þessari sögu. Við suðum vatn fyrir pakkasósuna í hraðsuðukatlinum.

Þá kom að því að steikja kjötið. Það steiktist aðeins of mikið og varð því pínu seigt, en það er aukaatriði í þessari sögu. Næst fengum við þá snilldarhugmynd að skera næstum soðnu kartöflurnar niður, salta og setja inn í ofn. Þá gætum við líka notað pottinn til að ‘búa til’ sósuna. Gætum sett laukinn út í sósuna, þá myndi hún pottþétt bragðast betur.

Við helltum hraðsuðusoðna vatninu í pottinn. Síðan helltum við sósuduftinu ofan í vatnið.

Stelpa 1*: Hei okkur vantar eitthvað til að hræra með !
Stelpa 2*: Ég græja það.
Fer og vaskar upp ‘sleif’. Á meðan klárar stelpa 1 að hella sósuduftinu í pottinn. Duftið sest allt á botnin.
Stelpa 1: Hvar er hrærigræjan???
Stelpa 2: Róleg, við áttum hvort sem er að láta sósuna standa í eina mínútu!
Stelpa 1: Hvað meinaru standa? En duftið er bara orðið að kekkjum á botninum!
Stelpa 2: Humm já, við ættum að hræra.
Tekur hrærigræjuna og hamast við að reyna að leysa sósuduftið upp í sjóðandi vatninu. Duftið er að mestu orðið að kekkjum. Sumir kekkirnir vilja ekki leysast upp.
Stelpa 1: Oj það eru lufsur í sósunni, lufsusósa!
Stelpa 2 fiskar upp eina lufsuna og kemst að því að það er ekki sósukekkur heldur svartberja-eitthvað, í stíl við bragðið á sósunni.
Stelpur 1&2: STÓRT FLISS!

Umræður um hvernig mætti bjarga sósunni héldu áfram drjúglanga stund. Umræðan endaði á því að við ákváðum að borða sósuna og kaupa aldrei aftur lufsusósu.

Tveimur tímum eftir að eldamennska hófst borðuðu tvær stúlkur (eða gummie dummies eftir þessa runu af slæmum ákvörðunum) seigt nautakjöt, með brenndum lauk, ofnbökuðum kartöflum, lufsusósu og salati (búið til með alúð). Hljómar eins og Hereford ikke?

Update:
Í kommentum er verið að vísa til þessa atviks.

*Ekki verður gefið upp hvor er hvað.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert stelpa 2...
held það sé óþarfi að gefa það eitthvað upp ;)
Kv. Erna

Þura sagði...

Ég fékk einmitt að heyra í gær að ég væri pottþétt 'stelpa 1'

;)

Unknown sagði...

sammála ernu! 2 atkvæði á stelpu 2 Þura :)

Unknown sagði...

Hint: "Oj það eru lufsur í sósunni, lufsusósa" segir allt sem segja þarf :)

Nafnlaus sagði...

hehe okey Þura stelpa 1, ég skal kaupa það. Þið eruð greinilega svipaðar í matargerðinni..
Er þá möguleiki að til sé önnur stelpa sem myndi steikja egg uppúr lýsi??? :)
Erna

Þura sagði...

Ég ætla að leyfa Örnu að svara síðasta kommenti ;)

Unknown sagði...

Ehm nei ég hef EKKI steikt egg uppúr lýsi og trúi ekki að nokkrum manni detti það í hug... Uh jaaaá ég get kannski trúað Þuru til þess :) Vil annars koma því á framfæri að hún dregur mig niður í matargerð, var áður ekki svona slæm :)