sunnudagur, september 09, 2007

Styttist

Núna eru bara tvær vikur þangað til ég fer til London. Það er voða stutt síðan það voru 17 vikur, eða um 15 vikur.

Ég er svaka spennt fyrir að setjast aftur á skólabekk. Kannski af því að ég er ekki sest ennþá. Ég er samt sátt við námshléið, það var frábært að vinna í þetta rúma ár. Ég er ekki frá því að ég hafi lært meira á því heldur en á þremur árum í HÍ, og ekki lærði ég lítið þar.

Vinnuárið mitt á Almennu verkfræðistofunni byrjaði í júní 2006 og endar eftir 2 vikur. Fyrsta hálfa árið, frá júní til 1. desember kalla ég sumarið langa. Það er vegna þess að eftir útskrift úr HÍ sem var einmitt í lok júní 2006 ákvað ég að slappa af og fresta öllum ákvarðanatökum um framtíðina, framhaldsnám o.s.frv. fram á haust og bara hafa það gott (lesist djamma). Á 22. helgi í röð ákvað ég að þetta væri orðið gott í bili og rauf keðjuna. Ákvarðanirnar létu samt eitthvað bíða eftir sér.

Á þessu tímabili sem ég hef unnið á AV hef ég farið 5 sinnum til útlanda, ef ég tel útskriftarferðina með. Til San Francisco, L.A. Las Vegas og Hawaii í útskriftarferðinni í maí-júní 2006, helgarferð til London í október, helgarferð til New York í desember, árshátíðarferð með AV til Rómar í mars, sumarfrí til Danmerkur í júlí. Fyndið hvernig þetta raðast, í heilt ár á undan fór ég ekki neitt til útlanda.

Í vinnunni á föstudaginn spurði yfirmaður minn mig í gríni (já veit magnað, í gríni) hvort ég væri ekki fegin að losna úr vinnunni. Ég sem hafði verið að slá um mig með hnyttnum tilsvörum varð alveg kjaftstopp og sagði bara eitthvað eh öh ég veit það ekki. Hann nær mér alltaf kallinn...

Þetta er búið að vera stormasamt ár...

4 ummæli:

Hákon sagði...

Hvaða nám ertu að fara í?
Spennó...

Komin með íbúð og svona?

Þura sagði...

Er að fara í meistaranám í operational research, ýkt spennó :)

Ég er komin með herbergi á stúdentagörðum, og bara flest græjað held ég...

Hákon sagði...

Rosalegt.

Er þá hægt að koma í heimsókn til London eða ertu svo upptekin að allt er í hers höndum?

Ég bara spyr :)

Þura sagði...

Ég er nú ekki komin út ennþá.

En ég reikna nú með að það verði mikið að gera, en ekkert í neinum hers hönum sko.