mánudagur, september 03, 2007

Æ æ æ

Ég fékk póst frá kerfisstjórn HÍ þar sem mér var tilkynnt að loka ætti HÍ-póstinum mínum og heimasvæðinu eftir nokkra daga.

Spurning hvort maður ætti að kafa í frumskóg mismerkilegra gagna og pikka út þau merkilegustu eða láta bara allt draslið flakka.

HÍ-netfangið nota ég alltaf við skráningu á netinu. Notaði. Held mig sé að reka í átt að landi í ólgusjó internetsins.

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

Þetta er hræðilegt! Svo ertu líka að hætta hjá AV, ertu komin með skólameil í LSE?

En taktu gleði þína, því hérna geturðu hlustað á David Bowie syngja á ítölsku og þýsku:

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=17229523

Lieb' dich bis Dienstag rúlar :)

Þura sagði...

Vúhú David Bowie á þýsku !!!

Engar áhyggjur, ég hef ákveðið að færa samband mitt við gmail upp á næsta stig.
Þuríður punktur Helgadóttir hjá gmail punktur com
(bara með stöfum úr ensku stafrófi)