þriðjudagur, september 18, 2007

Strútur 2007

Ég fór í jeppaferð með (bráðum gömlu) vinnunni um helgina og tók nokkrar myndir spes fyrir aulabarnið.

Við lögðum af stað seinnipart föstudags. Um 30 manns á 9 jeppum. Ókum sem leið lá á Hvolsvöll. Þaðan að Emstrum og yfir Mælifellssand að Strúti,skála ferðafélagsins norðan Mælifells. Á leiðinni var slydda eins og vera ber í slyddujeppaferð og skyggni lítið sem ekkert.

Á leiðinni sáum við gegnum hríðina senda fyrir fasaviksgervitungl, þeir voru þríhyrningslaga.

Á laugardagsmorgun var fólk vaknað heldur snemma fyrir minn þunna smekk og við vorum lögð af stað á rúntinn hálf 11. Það var hvasst og snjóaði og skyggni var lítið.

Mér leist ekkert svakalega vel á að fara yfir Kaldaklofskvísl:

Við vorum um klukkutíma á leiðinni að Hvanngili. Veðrið var svo slæmt að þar var ákveðið að snúa við og keyra til baka í skálann og reyna að festa sig á leiðinni eins og Hemmi orðaði það. Einn bíll festist í/við Brennivínskvísl. Strákunum fannst greinilega mjög gaman að draga hann upp:

Við vorum komin í skálann upp úr 1 (eftir hádegi) og þá lögðu sig flestir. Ég svaf allavega í 3 tíma og fékk svo bjór á mat á meðan þeir orkumiklu fóru í göngutúra í snjónum. Þegar kvöldaði var snjónum mokað af grillinu og Einar grillaði fullt af kjöti. Um kvöldið var fullt af áfengi drukkið og spilað og sungið.

Á sunnudagsmorguninn var glampandi sól og enginn vindur. Þá sá ég loksins hvernig var umhorfs í kringum skálann. Hér er fjallið Strútur og kamarinn (hafði þó fundið kamarinn strax á föstudeginum, hjúkk). Um hádegisbil lögðum við af stað til byggða. Stóri bíllinn, númer 1 byrjaði á því að festa sig í krapa og leðju þegar hann var að reyna að finna leið yfir fyrstu ána við Strút. Sennilega mun Númer 1 bæta merkingunni Strútur 07 á bílinn við hliðina á Greenland 99 og Antartica 97/98 merkingunum:Hvað gerðist? Var bílnum bjargað? Það kemur í ljós í næstu færslu (því blogger vill ekki hafa þessa lengri).

Engin ummæli: