sunnudagur, mars 25, 2007

Rómuð Rómarferð - dagur 1

Ég legg það á hvorugt okkar, mig eða blogger að skila skýrslunni um Rómarferðina í heilu lagi. Byrjum á byrjuninni og sjáum hvað ég og blogger þolum.

Um helgina á undan þessari helgi fór vinnan mín í árshátíðarferð til Rómar, ég og 115 aðrir máluðu bæinn rauðan yfir heila helgi. Það var t-r-l-t TRYLLT! Sumir aðrir máluðu samt ekki bæinn rauðan.

Ég byrjaði ferðina á því að kaupa mér sólgleraugu í fríhöfninni; stór, með glingri og voðalega BLEIK. Þau tók ég ekki niður alla ferðina, þ.a. restina af sögunni þarf að lesa með það í huga að ég var með bleik sólgleraugu. Svona leit ég út með gleraugun:

Á fimmtudagsmorgni fór ég í skoðunarferð til Pompei. Á leiðinni stoppuðum við og fengum okkur bjór, allavega ég og Óli.

Í Pompei var ég ógeðslega hrædd við dána fólkið sem var úti um allt:

En ekkert fékk stöðvað mig að fara á barinn:

Við fylgdum skiltunum sem vísuðu á hóruhúsið:

Þegar inn var komið gátu menn valið það sem þeir vildu með því að benda á mynd, til dæmis þessa:
Hemmi kom uppgefinn út úr hóruhúsinu:

Eftir strembinn en skemmtilegan dag gerðum við Beggi okkar besta til að líta vel út á myndum:

3 ummæli:

Atli Viðar sagði...

ég er ekki alveg að átta mig, hvað er á þriðju seinustu myndinni?

Þura sagði...

Þriðju seinustu, sko þetta er einn "réttur" á einskonar "matseðli" fyrir hóruhúsið.

Atli Viðar sagði...

Já ég er einmitt að reyna að átta mig á út á hvað rétturinn gengur...