fimmtudagur, september 02, 2004

Ég er búin að skrifa um skemmtilegu skemmtilegu dagana í lok sumarfrísins míns, en núna er tölvan heima leiðinleg og vill ekki gefa mér það til baka.

Skólinn byrjaði á þriðjudag, það var alveg miklu skemmtilegra en ég hafði búist við. Vísindaferð á morgun, jibbí :) og allt bara eins og það á að vera (a.m.k. í skólanum). Kaufti ammlisgjöf í dag, það var ýkt gaman, örugglega fyrsta sinn sem mér finnst gaman að versla gjafir.

Ókei smá yfirlit yfir skemmtilegu skemmtilegu dagana, semsagt fim fös og lau í síðustu viku. Frá fimmtudegi til laugardags vorum við Elín á road trippi um Snæfellsnes og lentum í ýmsum ævintýrum. Á laugardaginn fórum við ásamt fleirum á stórgóða James Brown tónleika, og ég var svo nálægt að það skvettist næstum sviti á mig. Ég talaði um hvað mér þætti gítarleikarinn sætur og og OG svo í bænum um nóttina þá hitti ég sæta gítarleikarann. Ég bara stóð fyrir framan hann og þorði einu sinni ekki að tala við hann, var nálægt því að stökkva á hann og kyssa hann, en kringumstæður leyfðu það ekki. Það hefði hvort sem er pottþétt komið geðveikt illa út fyrir mig og ég hefði skammast mín eftir á.

Og búið ;)

Engin ummæli: