fimmtudagur, september 23, 2004

Ég er alveg í þvílíku fokki með heimadæmi sem á að skila á morgun, heil þrjú svoleiðis, síðan þarf ég að reikna eitt dæmi uppá töflu á morgun sem ég er bara pínu byrjuð á, og ég ætti að vera að læra á fullu í geðveiku stressi.

En

Einhverra hluta vegna er ég bara í dásamlegu skapi, ætla að skella mér á tónleika í kvöld og geyma allar áhyggjurnar þangað til aðeins seinna. "Næ þessu bara upp um helgina" er viðkvæðið, og það eru ágætar líkur á að það takist því þetta verður edrú helgi hjá mér. Langt síðan ég hef átt svoleiðis.

Er í leiðinda vítahring, er komin með skólaleiða og önnin er rétt að byrja. Mig langar ekki til að læra og geri þess vegna minna af því, þá skil ég námsefnið verr og það gengur verr að læra þegar ég loksins geri það og þá langar mig ennþá minna að læra o.s.frv. Ég verð að koma mér í stuð áður en það verður of seint, ef mér tekst að koma mér í lærustuð um helgina þá verður allt gott. Vonum að það gerist, ef ekki, kojufyllerí á mánudaginn, vona ekki.

Engin ummæli: