sunnudagur, ágúst 15, 2004

Vegna fjölda áskoranna (1) hef ég ákveðið að blogga í dag. Aðalástæða bloggleysis er I prefer beer to blog líkt og Elín. Svo margt að segja en svo lítill tími (eða mikill bjór). Blogg með titla eins og "Diðrik og stelpan sem var ekki til -a Roskilde tala", "Óvenjuleg verslunarmannahelgi" og "Er pabbi minn spiderman?" eru bara waiting to burst out.

Eitt fyrst sem ég gleymdi síðast (lok júlí) en það er að þakka Þórunni fyrir frábæra helgi í Grimstad. Takk fyrir að hafa komið Þórunn, ég hefði dáið ef þú hefðir ekki verið þarna (og þú veist það) :)

Og eitt annað, til allra þeirra sem ég drakk bjór með í gærkvöldi: Fyrirgefið að ég kastaði bjórdós í Atla, hugur og hönd stóðu ekki sameinuð að þeim verknaði.

Málið var sko að ég hafði ákveðið að fara á pent fyllerí í gærkvöldi, þ.e. vera pen og fín og komast allra minna ferða óstudd o.s.frv. Það gekk glimrandi vel og allir voru sammála um að ég væri voða pen, alveg upp að ákveðnu mómenti þegar ég missti mig og penleikann með og henti bjórdós í Atla. Ég man eftir hrópum vina minna þegar ég var að fara að kasta "Nei Þura ekki! Ekki kasta dósinni!!" En því miður voru taugaboðin of hægvirk svo að skilaboðin um að kasta ekki komust ekki fram í hendina á mér fyrr en eftir að ég hafði kastað. Ég hafði brugðist, ég var ekki pen, ég sá vonbrigðin í augum vina minna.

Kvöldið mitt endaði á því að mér tókst að fá alla á Devitos þar sem ég tróð mig út af gómsætri pizzu. Löngunin í Devitos hafði verið til staðar frá því fyrir viku þegar mér tókst bara að klára eina sneið sökum óeirðar í maga. Síðan á fimmtudaginn þegar ég var að labba heim af Isidortónleikum var lokað þ.a. þegar ég succsessfully fór á Devitos í gærkvöldi var ég mjög hamingjusöm.

Isidortónleikarnir á fimmtudaginn voru by the mjög góðir. Takk fyrir mig Orri, I will be back :)

Þá er ég hætt í dag.

Engin ummæli: