laugardagur, ágúst 21, 2004

Í dag er menningarnæturdagur, hljómar dáldið eins og a hard day´s night og það finnst mér skemmtilegt.

Lou Reed tónleikarnir voru æðislegir! Hversu svalur getur einn maður verið? Ég er ekki alveg klár á því en Lou Reed kemst nálægt toppnum. Við mættum á svæðið hálf 7 til að ná góðum sætum því við áttum stúkumiða og góðum sætum náðum við. Alveg fremst aðeins til vinstri í stúkunni, sáum mjög vel. Rétt áður en tónleikarnir byrjuðu mættu forsetahjónin á svæðið og tveir seat warmerar stóðu upp, hitt celeb fólkið sem mætti var Julia Stiles. Tónleikarnir voru endalaust svalir og allir hljómsveitarmeðlimir voru endalaust svalir og það var endalaust mikið af svölum sólóum, selló sólóið stóð algerlega upp úr, það var crazy. Kona spilaði á sellóið, held það hafi verið kærasta Lou. Allavega þetta var mjög svalt og góð stemning var í höllinni, hljómsveitin var tvíklöppuð upp. Asnalega atvik kvöldsins var á miðjum tónleikunum þegar Dorriet labbaði á mig og Svenna. Hún hafði farið fram og misreiknaði sig greinilega eitthvað á leiðinni aftur í sætið, hún ætlaði að labba upp stigana en labbaði í staðin á okkur. Það tísti í henni og hún rataði rétta leið.

Fengum far vestur í bæ hjá pabba Áslaugar sem á fínan jeppa, það var mjög þægilegt. Mér finnst það ætti alltaf að koma pabbi einhvers sem á stóran jeppa með á tónleika. Elín fór heim að sofa en við hin sötruðum öl heima hjá Steina og kíktum svo í bæinn. Veit ekki alveg hvernig mér tókst að vera komin heim ekki fyrr en hálf 6. Mjög fínt kvöld yfir heildina þrátt fyrir örfáa hnökra. :)

P.s. Til hamingju með daginn Hekla :)

Engin ummæli: