föstudagur, desember 25, 2009

Gleðileg jól / Merry Christmas

Jólamyndin í ár er úr Paint og kallast ,,Kirkja í snjó". Christmas picture "Church in snow".

fimmtudagur, desember 17, 2009

Þreytt, uppgefin, á leið í frí

Enskri (bein)þýðingu bætt við 22. des / english translation added December 22nd.

Ég fékk sjokk um daginn þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að vinna hjá eeeeasyJet í 5 mánuði. Ég trúi því ekki ennþá, ég þurfti að telja á puttunum rétt í þessu "miður ágúst, sept, okt, nóv og des... júbb 5 mánuðir, passar". Á þessum 5 mánuðum er ég ekki búin að taka neitt frí og það er bara búinn að vera einn bank holiday og hann var í lok ágúst, sem mér líður eins og að sé fyrir heilli öld. Langt jólafrí á Íslandi er kærkomið akkurat núna, og það byrjar á morgun! Það eina sem ég þarf að gera er að power through tvo vinnudaga, pakka, koma mér uppá flugvöll og badabing, þá verð ég komin í frí!

Það var jólapartý í vinnunni á mánudagskvöldið, já mánudags. Hjá deildinni minni það er að segja. Mánudagskvöld varð fyrir valinu því fólkið sem vinnur við markaðsetningu á meginlandinu þrjá daga í viku og kemur bara til höfuðstöðva í Luton mánudaga til þriðjudaga varð að vera með. (Alltaf gaman að heyra á mánudagsmorgnum þegar það er skítkalt í Englandi, oh it's 25 degrees and sunny in Paris). Anyways partýið. Það var haldið á brasilískum stað sem hefur kúrekakvöld á mánudögum, frekar spes. Ég var í kjól og fór því ekki á nautið. Eftir að yfirmennirnir fóru heim var djammað fram eftir nóttu, og svo mætt í vinnuna örfáum tímum seinna. Og fólk virtist ekkert hafa fyrir því.

Jæja, verð að gera mig til fyrir vinnu. Yfir og út.

------------------

Tired, exhausted, going on holiday


I was surprised the other day when I realised I’ve been working for eeeeasyJet for 5 months now. Writing this, I still was in doubt so I had to count on my fingers “middle of August, September, October, November, December… yup 5 months.” During these 5 months I haven’t taken any holiday, and there was only one bank holiday and that was in August which feels like a century ago. A nice, long Christmas holiday is just what I need right now, and it starts tomorrow! All I have to do is to power through two days at work, pack my suitcase, go to the airport and boom then I’ll be on holiday!


My department at work had a Christmas party Monday night, yes Monday night. Apparently that was because of people that work on the mainland and only come to Luton a couple of days per week. (I always get jealous hearing on Monday mornings, when it’s freezing in the UK, how warm it is on the mainland “oh it’s 25 degrees and sunny in Paris.”). Anyways, the Christmas party was held at a Brazilian club in London. We didn’t know before hand that Monday nights are cowboy nights. Brazilian meets cowboy was a rather weird cross over. After official finishing time some people that didn’t feel like going home stayed until late, and most of them showed up for work a few hours later. Hard core that lot, I have to say.


Getting ready for work, over and out

sunnudagur, september 27, 2009

Hvað hefur Þura verið að gera síðan í júní?

Ég var að líta á aulabarnið og sá að ég birti síðast færslu í júní. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég hætti í tímabundnu vinnunni minni og fór í langþráð frí á klakann. Það var í byrjun júlí. Ég var með hnút í maganum allan tíman, og yfir mig stressuð að ég næði ekki að hitta alla sem ég vildi (og borða allt sem ég vildi). Og ég náði því ekki. En ég náði að taka þessa mynd af Eldborg.

Þegar ég kom til baka til London varð ég enn stressaðri en áður því ég átti að byrja í nýrri vinnu nokkrum dögum seinna. Það var um miðjan júlí. Svo byrjaði ég í nýju vinnunni hjá easyJet. Ég komst fljótt að því að vinnan er geðveikt eeeeeeasy þannig að ég hafði verið stressuð að óþörfu. Það eina sem ég þarf að gera er að make more money, ekki make less money eða make no money eða neitt þannig.

Fyrstu 6 vikurnar í nýju vinnunni þurfti ég að ferðast frá austur London upp á Luton flugvöll. Eftir það fluttum við Dé í nýja íbúð nær lestinni sem fer upp á flugvöll. Það er awesome.

Í hnotskurn, þá hef ég verið að vinna, ferðast í og úr vinnu, flytja og versla í IKEA.

END

P.S. Ég er ekki orðin 17 ára aftur, þó það mætti halda það þegar ég les aftur yfir textann sem ég var að skrifa.

mánudagur, júní 29, 2009

Einn dagur eftir

Bara einn.

Úti er of heitt. Það er bara of heitt. Það er ekki loftkæling í vinnunni, því jú þetta er England. Svo núna, í hitabylgjunni, þeirri fyrstu síðan 2003 skilst mér, er of heitt. Á morgun á að vera jafnheitt, og hinn og hinn aðeins heitara og meiri sól.

Bara einn dagur eftir á skrifstofunni. Og svo íslensk gola!

föstudagur, júní 26, 2009

Ad blogga i vinnunni

Nuna a eg adeins orfaa daga eftir i timabundnu vinnunni minni hja onefndri economics consultancy i London. Verkefnid sem er var adallega radin i klaradist fyrir ca 2 vikum og sidan tha hef eg verid ad gera hitt og thetta, eins og lesa um rafmangsframleidslu i Noregi og fleira skemmtilegt (flokid og erfitt rettara sagt). Eg er buin ad laera mjog mikid af thvi ad vinna herna. Helsta lexian er liklega su ad eg tharf ekki ad panikka tho eg skilji ekki allt sem utskyrt er fyrir mer um economic modelling med thykkum fronskum hreim. Serstaklega thar sem eg hef aldrei laert (eda unnid vid) econometrics. Eg baeti thvi vid 'life lessons' listann minn. Ekki panikka. Tekk. Eg er ad spa i ad fa mer bol sem stendur a 'Don't panic', tha get eg, ef eg lendi i svipadri adstodu i framtidinni afsakad mig og farid klosettid og road mig nidur med thvi ad horfa i spegilinn, en tha thyrfti letrid a bolnum ad vera speglad.*

Eftir viku verd eg a leidinni til Islands i 2 vikna fri, hurra jibbikola hvad eg hlakka til. Eg vona ad thad verdi gott vedur. Her er buid ad vera dasamlegt vedur, nema i dag eiga ad koma 'thundery showers'. Thad er ekki byrjad ad rigna og eg hef ekki ordid vor vid thrumur og eldingar, eg vona bara ad eg lendi ekki i rigningu a leidinni heim ur vinnunni.

Yfir og ut

*Til ad tekka hvort letrid a bolnum thyrfti ekki orugglega ad vera speglad for eg inn a klosett med blad sem stendur a 'Tariff documents' og las af bladinu i speglinum, og juju thar stod 'trabpukcip'.**

**Ok, vidurkenni ad thessi brandari var heldur langsottur, en eg verd svaka anaegd med thann sem fattar.

fimmtudagur, júní 18, 2009

Tungumálaörðugleikar

Stundum lendum við Diogo í vandræðum með að finna orð þegar við erum að tala saman. Þá meina ég vegna tungumálaörðugleika. Það kemur nefnilega stundum fyrir að hvorugt okkar veit (eða man) orð yfir eitthvað sem við erum að tala um á ensku.

Ég man íslenska orðið.
Hann man portúgalska orðið.

Ég skil ekki portúgalska orðið.
Hann skilur ekki íslenska orðið.

Samskiptum er ábótavant.

Dæmi um orð sem hafa orðið til vandræða: buxnaskálm

Hvers konar orð er pant leg eiginlega!?!

fimmtudagur, júní 11, 2009

Tube verkfall

Í dag er annar dagurinn sem bílstjórar og annað starfsfólks tube-sins eru í verkfalli. Sem kemur sér ansi illa fyrir mig og hinar 3.5 milljónirnar (síðast þegar ég las mér til) sem nota tube-ið daglega. Í gærmorgun prufaði ég að bíða eftir strætó í korter, en að þeim tíma liðnum voru ennþá sömu bílarnir í röð fyrir utan stoppustöðina og engan strætisvagn að sjá. Ég ákvað þá að labba þessa rétt rúmlega 5 kílómetra sem google maps segja mér að séu í vinnuna. Reyndar var það ekkert mál, nema ég var ekki í nógu góðum skóm. Í dag ætla ég aftur að labba, nema ég ætla að vera skynsamlegar klædd (m.a. í hvítu og bleiku íþróttaskónum mínum, sem hafa víst verið notaðir áður).

Almenningur hefur litla samúð með starfsfólki tube-sins og fæstir styðja þetta verkfall. Þegar aðrir eru að missa vinnuna eða fá launalækkun fer þetta vel-launaða, fríðinda-mikla fólk í verkfall, öss.

miðvikudagur, maí 06, 2009

Maí póstur(inn?)

Þetta er í þriðja sinn (27. maí) sem ég opna þessi drög af færslu, núna skal ég birta.

Það er svakalega mikið að gera núna. Síðan ég bloggaði síðast (ehem) hefur borið hæst:

1. Svínaflensa - daginn eftir að ókeypisfréttablöðin birtu fréttir um það að tube-ið væri tilvalinn staður til að breiða út loftbornar veirur eins og svínaflensu fækkaði fólki áberandi í tube-inu. Þeir sem eftir voru litu varúðaraugum á hvern þann sem vogaði sér að hósta, hnerra eða snýta sér.

2. Danmerkurferð - ég og Diogo fórum til Danmerkur eina helgi og vorum viðstödd fermingu Önnu litlu frænku, og hittum áhugaverða vini og ættingja mína.

3. Tveir bank holidays (sem hefðu kannski átt að gefa mér tíma til að blogga) - samkvæmt laginu eru bara 6 bank holidays á ári í Bretlandi þ.a. mér finnst þeim ekki vera dreift nógu vel ef tveir þeirra eru með tveggja vikna millibili.

4. Same old - vinna í tímabundnu vinnunni (þangað til 1. júlí) og reyna að fá nýja vinnu.

Í kvöld er pizzu-kvöld, og ég hafði hugsað mér að kynna Portúgalann minn fyrir conceptinu "pepp og svepp" í fyrsta sinn. Fyrri tillögur mínar um að setja sveppi á pepperoni pizzu hafa ekki fallið í góðan jarðveg, hann hélt ég væri að ganga af göflunum.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Ekki bara Bristol

Um páskahelgina fórum ég og Diogo í smá ferðalag. Byrjuðum á Stonehenge, sem var frekar 'já ókei, er þetta allt og sumt'. Einhvernvegin hafði ég ímyndað mér steinahringinn stærri og steinana sjálfa stærri.
Rútuferðir til Stonehenge eru frá bænum Salisbury. Fyrir neðan er miðaldadómkirkjan.
Næsti viðkomustaður var Bristol, heimabær Banksy (sjá mynd). Einhvernvegin hélt ég áður en ég kom þangað að Bristol væri ógeðslega svöl borg. Og hún var svöl, en öðruvísi svöl.
Mynd af brú (og svo bjór út á svölum og sólbrunnið nef). Jeee.
Ég átti afmæli í gær (takk fyrir allar kveðjurnar), og um morguninn byrjaði ég að panikka að núna væri ég nær þrítugu en tvítugu. Alveg þangað til ég fór að reikna, og fattaði að gerðist fyrir ári þegar ég varð 25. Maður verður eldri, en greinilega ekki vitrari (í mínu tilfelli amk).

Fleiri fréttir fyrr heldur en síðar, yfir og út.

mánudagur, apríl 06, 2009

(Vinna)

Undanfarinn mánuð er ég búin að vera að vinna launalaust sem intern hjá fyrirtæki. Milli þess hef ég verið að undirbúa mig fyrir og fara í atvinnuviðtöl. Sem þýðir að ég hef haft allt of mikið að gera, að koma heim klukkan hálf sjö úr vinnunni og halda áfram að vinna (amk miðað við að hafa lifað mjög rólegu lífi í marga mánuði á undan).

Á miðvikudaginn hætti ég í launalausu vinnunni og byrja í launaðri vinnu daginn eftir. Ekki fagna of snemma, þetta er bara tímabundin vinna í 3 mánuði. En það verður frábært að fá laun, og þurfa ekki að engjast af samviskubiti ef ég kaupi kaffi OG kex á Starbucks.

Það sem er samt skrítnast er að ég byrja í vinnunni á skírdag, einum rauðasta degi ársins samkvæmt íslensku dagatali. Hér eru bara Good Friday og Easter Monday rauðir, og enginn veit hvað skírdagur er, þrátt fyrir einstaklega vel orðaðar útskýringar mínar um síðustu kvöldmáltíðina "you know, the day Jesus had his last meal, and a few years ago there was this phone commercial in Iceland where Judas, like, was late..." Þegar hér er komið við sögu halda áheyrendur vanalega að ég sé að grínast og trúa ekki að skírdagur sé alvöru frídagur.

sunnudagur, mars 22, 2009

Vampírur

Þessa dagana flæða út um alla borg veggspjöld sem auglýsa myndina LesbianVampireKillers (ég held hún hafi verið frumsýnd um helgina, en ég er ekki viss því það er ekki textinn sem grípur augað á þessum veggspjöldum). Að sjá þessa mynd auglýsta minnir mig á kvikmyndaumræður menntaskólaáranna, ég man ekki betur en að sú almenna skoðun hafi verið ríkandi að þrír eiginleikar gerðu kvikmynd góða, og gæði myndar fóru eftir hversu margir af þremur eiginleikum voru til staðar. Eiginleikarnir voru: einnar-línu-kúl-setningar (1), stelpa-á-stelpu aksjón (2) og vampírur (3).

Með tilkomu áðurnefndrar myndar sýnist mér vera komin kvikmynd sem sameinar alla þrjá eiginleika góðrar myndar. Ég hef ákveðið að ég vil trúa því í blindni að myndin sé frábær vegna áðurnefndra atriða, og ætla því ekki að fara að sjá hana.

(1) one liners
(2) girl on girl action
(3) vampires

föstudagur, mars 20, 2009

Vorið hálf komið stundum

Suma daga virðist vorið vera komið í London, aðra daga ekki. Á miðvikudaginn borðaði ég hádegismat í garðinum í stuttermabol. Í gær var ég í ullarpeysu og ullarkápu og var samt kalt. Rakinn innan á gluggunum í íbúðinni er samt að minnka, sem er gott. Í vetur þurfti ég á hverjum morgni að þurrka gluggana að innan með tusku.

Um daginn fór ég í dýrustu og verstu klippingu sem ég hef farið í á ævinni! Ég varð að fara, hausinn á mér leit út eins og rass á íkorna, og það gefur ekki af sér góðan þokka í atvinnuviðtölum. Í klippingunni reyndi ég að útskýra nákvæmlega hvað ég vildi, og konan virtist skilja í byrjun. En svo þegar hún var hálfnuð að klippa mig þurrkaði hún á mér hárið og klippti rest með einhverri furðulegri tækni. Ég stoppaði hana og útskýrði aftur hvað ég vildi, og á meðan hárið var skringilega púff-blásið virtist það vera í lagi. En dagsdaglega púff-blæs ég ekki á mér hárið heldur blæs það venjulega og þá koma seventies bylgjurnar auðveldlega fram.

laugardagur, mars 07, 2009

Ostakaka

Ljóskan í Big Bang Theory vinnur á Cheesecake factory, og alltaf þegar atriði eiga sér stað í vinnunni hjá henni þá segir Diogo "Oh cheesecake...!". Fyrir nokkrum vikum tók ég hintinu og hófst handa við operation cheesecake, sem fór fram sem hér segir:

1. Finna auðvelda uppskrift að ostaköku - mér fannst auðveldara að finna uppskrift á íslensku og spurja svo mér vitrari vini ráða.
2. Finna út hvað efnin í uppskriftinni heita á ensku til að vera viss um að ég keypti enga vitleysu - aftur komu mér vitrari vinir til hjálpar
3. Kaupa innihald og form. Þegar ég kom í búðina fattaði ég að ég vissi ekkert hvernig ostakökuform ætti að líta út (já ég er það græn þegar kemur að eldhússtörfum) að ég setti Diogo í það verkefni.
4. Búa til ostaköku - þetta var auðveldasta skrefið þegar öll vandamál í 1. - 3. verkþætti höfðu verið leyst.

Hér má sjá afraksturinn, ta ta !

sunnudagur, mars 01, 2009

Barcelona

Ef allt hefði farið eftir plani þá ætti ég að vera í þessum töluðu orðum að fljúga frá Barcelona til London. Það fór ekki eftir plani. Barcelona ferð var frestað. Í staðin fórum ég og Diogo á Vicky Christina Barcelona. Eftirá komumst við að því að kannski var þetta betri atburðarás.

laugardagur, febrúar 28, 2009

Helgar

Ég fíla laugardaga og sunnudaga. Ekki af því að þeir dagar séu svo ólíkir hinum dögum vikunnar í núverandi atvinnuleysi. Ástæðan er sú að um helgar þarf ég ekki að kvelja sjálfa mig með því að kíkja stöðugt á póstinn til að gá hvort ég hafi fengið viðtalsboðun eða neitun. Reyndar hef ég fengið Email með neitunum á helgardegi. Þegar svoleiðis póstur kemur t.d. kl. 06.13 á sunnudagsmorgni þá er nokkuð ljóst að þar er sjálfkrafa svar á ferðinni, og það fær mig til að efast um að nokkur hafi einu sinni haft fyrir því að lesa umsókn mína til viðkomandi fyrirtækis yfir. Frekar niðurdrepandi.

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Öskudagur

Úff ég var búin að skrifa dáldið langt blogg tileinkað pælinum um hvernig Gossip girl úr samnefndum sjónvarpsþætti frétti hluti sem gerast inni á heimilum fólks þegar engir gestir eru. Þegar ég leit yfir textann gerði ég mér grein fyrir að þessar pælingar væru hreinlega of fáránlegar til að birta, og ég hefði greinilega of mikinn tíma til að pæla, svo ég strokaði textann út.

Heilasellur óskast, gefins eða keyptar ódýrt. Þurfa ekki að vera í mjög góðu ásigkomulagi.

Yfir og

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Bolla bolla

Ég ákvað í fyrsta sinn á ævinni í gær að baka bolludagsbollur. Þegar ég var yngri bökuðum við mamma venjulega gerdeigsbollur, en höfum ekki gert það í 10+ ár held ég. Í ár ákvað ég að prufa að baka vatnsdeigsbollur svo ég fann einhverja mjög svo dúbíus uppskrift á netinu skellti mér í Sainsburys að kaupa efni og hafðist handa. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig degið ætti að líta út, en ég bjó til kúlur úr einhverju sem líktist degi og setti inn í ofn. Þó ég segi sjálf frá komu út þessar fínu bollur, sem ég bætti svo á rjóma og súkkulaði:
Í dag, sprengidagur! Veit ekki alveg hvernig ég á að mixa það...

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Stutt stopp

Ég og Diogo stoppuðum stutt á klakanum um helgina. Dagskráin var pökkuð frá morgni til kvölds allan tímann. Helst má nefna heimsóknir, bjórhittinga, út að borða, guitarhero, vöfflur og kakó á Mokka og bankastúss. Allt saman mjög skemmtilegt (nema bankastússið).

Ég átti erindi á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð og ég nýtti tækifærið til að útskýra fyrir Diogo sæta-menningu MH og sýna honum hvar ég sat. Ég verð að segja að ég hafði ferlega gaman af því að koma aftur í MH, það sem ég tók helst eftir var að MH-ingar litu alveg eins út og á mínum tíma, nema bara 6 - 10 árum yngri (sjitt það eru 10 ár síðan ég byrjaði í MH).

Núna er ég aftur komin til London að rembast eins og rjúpa við staur að sækja um vinnur. Þetta er ekki alslæmt. Það er t.d. jákvætt að í dag er miðvikudagur, þá eldum við mat sem má borða fyrir framan sjónvarpið (eða ég elda reyndar ekki). Í dag er ég búin að panta quesadillas með kjúklingi. Og jibbíkóla.

EeeeeeeeeeeeeeeemmmmHÁ

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Um partý

Ég og Diogo fórum í partý hjá Frökkum í gær. Ég þekkti nánast engann, og nánast allir voru franskir. Þessi tvö mengi voru ekki jafngild, þ.e. það voru Frakkar sem ég þekkti, eða einn.

Ég lærði t.d. á þessu partý að innkomulínan "Jei það eru ekki ALLIR franskir hérna!" er ekki æskileg/vinsæl þegar maður mætir í franskt partý.* Ég er að reyna að vinna í innkomulínunum mínum, markmiðið er að finna línu sem er eins svöl og "Here we are now, entertain us" sem ég hef fyrir satt að Kurt Cobain hafi notað grimmt áður en lagið varð frægt. Ég geri mér grein fyrir því að ég verð aldrei eins svöl og Kurt, ég á líklega meiri líkur á því að vera svöl eins og appelsínusafi, en planið er að miða hátt og njóta áhrifa yfirskots.

Eftir því sem leið á partýið mættu fleiri gestir. Ég tók eftir því að allir nýmættir heilsuðu öllum sem fyrir voru með kossi á sitthvora kinnina. Það fékk mig til að hugsa um samsvarandi partý á Íslandi. Það sem ég er vön úr íslenskum partýum er að nýkomið fólk lætur vanalega duga að segja "" yfir heilan hóp af fólki í stað þess að heilsa hverjum og einum. Þegar ég minntist á þetta við Diogo benti hann mér á að við værum í continental-Evrópu partýi, og að hér væri fólk kurteiskt. Ég velti því fyrir mér hvað annað öðruvísi gerðist í continental-Evrópu partýi, en sú pæling komst ekki langt. Í íbúðinni hjá Svanhvíti í Chile var sama vinalega venja viðhöfð að nýkomnir heilsuðu öllum með kossi, nema í þeirri aðstöðu þá töluðu allir spænsku nema ég og það eina sem ég gat sagt var niðurbælt "Hola". Svanhvít talaði um heilsast-með-kossi fyrirbærið neðst í þessari færslu, ég held ég þurfi aðeins að melta þetta betur. Held ég hafi lokaorðin svo hljóðandi: Á meðan ég bý á eyju þá er "hæ" fínt.

* Því þá töluðu fleiri tala ensku í partýinu, ekki því Frakkar eru leiðinlegir meinti ég sko.

laugardagur, febrúar 07, 2009

Ég passa mig...

Hér í Bretlandi eru stöðugt auglýsingaherferðir í gangi til að vara mann við hinu og þessu, eins og að spenna bílbeltin og taka ekki kókaín. Eftirfarandi eru mínar "uppáhalds" (Athugið, ekki fyrir viðkvæma):

Pablo the drug mule dog, er krúttlegur hundur sem er notaður til að flytja inn kókaín. Eftir að maginn á honum er skorinn upp af smyglaranum fræðir Pablo áhorfendur um hversu hættulegt efnið er. Þetta er sería af auglýsingum hver annari... grafískari, linkar á youtube.

Ég get get ekki horft á auglýsinguna um ólögleg lyf aftur, mér finnst hún viðbjóðsleg. En tilgangurinn með auglýsingunni er að minna fólk rækilega á þær hættur sem fylgja því að kaupa ólögleg lyf á netinu.

Í þessari auglýsingu lýsir róleg kvennmansrödd nákvæmlega því sem drepur Richard, sem var svo óheppinn að lenda í áreksti án þess að vera með bílbelti, jafnframt því að maður fær að sjá allt.

Ef að ég hef lært eitthvað á því að horfa á auglýsingar, þá er það að nánast allt er hættulegt og stóri bróðir er að fylgjast með.