þriðjudagur, apríl 21, 2009

Ekki bara Bristol

Um páskahelgina fórum ég og Diogo í smá ferðalag. Byrjuðum á Stonehenge, sem var frekar 'já ókei, er þetta allt og sumt'. Einhvernvegin hafði ég ímyndað mér steinahringinn stærri og steinana sjálfa stærri.
Rútuferðir til Stonehenge eru frá bænum Salisbury. Fyrir neðan er miðaldadómkirkjan.
Næsti viðkomustaður var Bristol, heimabær Banksy (sjá mynd). Einhvernvegin hélt ég áður en ég kom þangað að Bristol væri ógeðslega svöl borg. Og hún var svöl, en öðruvísi svöl.
Mynd af brú (og svo bjór út á svölum og sólbrunnið nef). Jeee.
Ég átti afmæli í gær (takk fyrir allar kveðjurnar), og um morguninn byrjaði ég að panikka að núna væri ég nær þrítugu en tvítugu. Alveg þangað til ég fór að reikna, og fattaði að gerðist fyrir ári þegar ég varð 25. Maður verður eldri, en greinilega ekki vitrari (í mínu tilfelli amk).

Fleiri fréttir fyrr heldur en síðar, yfir og út.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Kannast við þetta, panikkaði líka í fyrra eins og þú kannski mannst (fattaði reyndar ekki að ég varð nær þrítugu ári áður) svo ég verð greinilega alls ekki vitrari hehe. En ég panikkaði ekkert í ár :)