laugardagur, febrúar 07, 2009

Ég passa mig...

Hér í Bretlandi eru stöðugt auglýsingaherferðir í gangi til að vara mann við hinu og þessu, eins og að spenna bílbeltin og taka ekki kókaín. Eftirfarandi eru mínar "uppáhalds" (Athugið, ekki fyrir viðkvæma):

Pablo the drug mule dog, er krúttlegur hundur sem er notaður til að flytja inn kókaín. Eftir að maginn á honum er skorinn upp af smyglaranum fræðir Pablo áhorfendur um hversu hættulegt efnið er. Þetta er sería af auglýsingum hver annari... grafískari, linkar á youtube.

Ég get get ekki horft á auglýsinguna um ólögleg lyf aftur, mér finnst hún viðbjóðsleg. En tilgangurinn með auglýsingunni er að minna fólk rækilega á þær hættur sem fylgja því að kaupa ólögleg lyf á netinu.

Í þessari auglýsingu lýsir róleg kvennmansrödd nákvæmlega því sem drepur Richard, sem var svo óheppinn að lenda í áreksti án þess að vera með bílbelti, jafnframt því að maður fær að sjá allt.

Ef að ég hef lært eitthvað á því að horfa á auglýsingar, þá er það að nánast allt er hættulegt og stóri bróðir er að fylgjast með.

Engin ummæli: