fimmtudagur, júní 11, 2009

Tube verkfall

Í dag er annar dagurinn sem bílstjórar og annað starfsfólks tube-sins eru í verkfalli. Sem kemur sér ansi illa fyrir mig og hinar 3.5 milljónirnar (síðast þegar ég las mér til) sem nota tube-ið daglega. Í gærmorgun prufaði ég að bíða eftir strætó í korter, en að þeim tíma liðnum voru ennþá sömu bílarnir í röð fyrir utan stoppustöðina og engan strætisvagn að sjá. Ég ákvað þá að labba þessa rétt rúmlega 5 kílómetra sem google maps segja mér að séu í vinnuna. Reyndar var það ekkert mál, nema ég var ekki í nógu góðum skóm. Í dag ætla ég aftur að labba, nema ég ætla að vera skynsamlegar klædd (m.a. í hvítu og bleiku íþróttaskónum mínum, sem hafa víst verið notaðir áður).

Almenningur hefur litla samúð með starfsfólki tube-sins og fæstir styðja þetta verkfall. Þegar aðrir eru að missa vinnuna eða fá launalækkun fer þetta vel-launaða, fríðinda-mikla fólk í verkfall, öss.

Engin ummæli: