[þynnkublogg]
Bjór er dásamlegur, ég elska bjór. Bjór, þreyta og spenna í bland er ekki eins skemmtilegt. Sannleikurinn er sá að ég hef ekki orðið eins ofurölfi síðan í partýinu hjá Svenna fyrir þremur árum þegar fætur mínir voru nuddaðir upp úr hvítlauksdressingu.
Verkfræðinemar horfðu á Júróvisjón á Gauk á stöng í gærkvöldi. Ég mætti og var bara hress, staðráðin í að skemmta mér vel og drekka vel, frír bjór á barnum og læti. Ég, Dagný og Jón lentum í því að vera stuðningsmenn Írlands, sem var bara lélegasta lagið, það fékk líka bara stig einu sinni. Þegar Jónsi fékk stig fögnuðu að sjálfsögðu allir með þjóðlegum söng. Þegar keppnin var búin (og ég var mjög sátt við úrslitin) var ég komin á fyrsta stig vímunnar (ríflega létt og í góðum gír). Þá drakk ég meira og spjallaði við fólkið.
Síðan ákváðum við að fara á Jón forseta af því að það er gay-bar. Þar var ekkert stuð, dj-inn var 1/6 af bol. Á leiðinni af staðnum fórum við að spjalla við litla fjórtán ára skoppara sem endaði á því að við tókum þá með okkur í partý til vinar Dagnýjar. Þeir voru bara að reyna að snýkja áfengi af okkur, en við gáfum þeim ekkert. Þegar við komum í partýið reyndi ég að sannfæra þá um að það væri ýkt sniðugt og kúl að byrja ekki að drekka fyrr en þeir kláruðu 10. bekk. Ég var komin á annað stig vímunnar (almennilega full þannig að það þarf ekki mikið að gerast til að ég skemmti mér). Þeir voru ekki að taka mark á einhverri fullri stelpu og ekki bætti úr skák að Jón var alltaf að segja þeim hver þeirra væri sætastur. Þegar aumingja strákarnir föttuðu að þeir myndu ekki fá bjór þá fóru þeir bara.
Ég og Jón ákváðum að okkur vantaði meiri bjór og drifum okkur aftur á Gaukinn og skildum Dagnýju eftir. Helltum í okkur sitthvorum bjórnum og fórum síðan aftur á gay-barinn til að gá hvort það væri komið stuð. Og það var stuð, allavega fannst mér það. Dj-inn sem sást í geirvörturnar á tók upp á því að spila tvö lög með Geirmundi í röð og ég dansaði alein. Þegar hér er komið við sögu þá var ég komin á þriðja stig vímunnar (á þriðja stigi er ég ófær um að segja nei ef einhver hvetur mig til að drekka meira) þannig að ég fór með Jóni á barinn og keypti öl. Fljótlega fer ég að finna að ég var meira drukkin en sniðugt er að vera.
Við förum aftur á Gaukinn og ég hitti Ernu. Ekki lengi samt því ég komst mjög snögglega á fjórða stig vímunnar (leið illa af því að ég var alltof full). Á þeim tímapunkti hitti ég Óla og Bigga. [Ath. hér er eyða fyrir Óla að fylla upp í því ég man takmarkað mikið] Ég hélt þetta mundi bara lagast og það mundi bara renna af mér, en því miður gerðist það ekki og ég endaði ælandi inni á klósetti, á fimmta stigi vímunnar (ælandi, leið illa, langaði heim). There you have it, ég er ógeðsleg!
Síðan lagði ég mig í einhvern sófa og einhver strákur sem mér finnst ég eigi að kannast við gaf mér vatn. Fattaði að jakkinn minn var týndur og fór út um allt að leita að honum, ég vona bara að ég hafi ekki hitt marga sem ég þekki. Þegar ég fann jakkann hafði ég vit á að drífa mig heim. Fékk ekki leigubíl fyrr en á Miklubrautinni. Þegar ég labbaði inn úr dyrunum heima var ekki allt í lagi. Ég náði einu sinni ekki að vaskinum og ældi á eldhúsgólfið og síðan meira í vaskinn. Mamma vaknaði og þurfti að þrífa eftir mig, ég skammast mín fyrir það. Fleygði mér upp í rúm og vaknaði í morgun viðbjóðslega þunn. Annað eins hefur ekki gerst síðan í hvítlauksdressingar-partýinu.
Nú er ég alvarlega að íhuga hvort ég eigi að birta þessi skrif. Jú ég ætla að gera það, það drekka allir yfir sig einhverntíman right?
sunnudagur, maí 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli