Stærðfræðigreiningin er komin og fokking hell ég náði með 5!!!! Núna er ég alveg brjáluð, allar einkunnirnar mínar eru öfugsnúnar, ég fæ gott þegar ég tel mig hafa klúðrað prófinu og núna 5 þegar mér fannst ég ganga bara ágætlega. Tölfræði prófsins var eftirfarandi: Náð 21,9%, fall 14,2%, mættu ekki í prófið 6,8% og hin 57% sögðu sig úr áfanganum. Þetta þýðir að 40% af þeim sem tóku prófið náðu því ekki.
Ég ætti að vera ánægð með fimmuna og mun verða það þegar ég næ að róa mig niður. En ég gerði öll dæmin á prófinu og alveg fullt sem ég hélt að væri rétt. Sjitt, núna er ég orðin hrædd við burðarþolsfræðina, ég var mjög sátt þegar ég gekk út úr því prófi, hélt kannski að ég næði hugsanlega 7, en verður það önnur 5? eða þá eitthvað verra???
Mig langar að sparka í Jón Magnússon fyrir ljóta prófið sem hann samdi. Reyndar ætti mig frekar að langa að sparka í sjálfa mig fyrir að hafa ekki lært betur á önninni, en því fylgja tæknilegir örðuleikar að sparka í sjálfan sig þannig að ég sleppi því. Það er miklu auðveldara að vera reiður út í einhvern annan, ég held mig bara við það.
fimmtudagur, maí 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli