fimmtudagur, maí 13, 2004

[prófablogg]
Eftir hádegismat í dag ákvað ég að fá mér nokkrar pistasíuhnetur í eftirrétt. Ég ætlaði bara að borða nokkrar og henda skeljunum (eða skurninni eða hvað sem það heitir sem er utaná pistasíuhnetum) beint í ruslið. Fyrsta hnetan datt í ruslið, önnur rataði upp í mig, þriðja datt í ruslið o.s.frv. Ég hafði ekki lyst á ruslhnetunum, þær voru búnar að fá bragð af öllum hinum matnum sem hafði stungið af í rusladallinn. Í staðin fór ég að spá, ætli hlutfall hneta sem enduðu í ruslinu hafi endurspeglað hlutfall dæma sem ég klúðraði í eðlisfræðiprófinu í morgun?? Því ef svo er þá gæti ég fallið. Hvort ætli sé betri mælikvarði á gengi mitt í prófinu, mitt persónlega mat eða klaufaskapur minn við að borða hnetur? Ég er ekki viss, en þetta var langsamlega versta prófið hingað til. Úr öskunni í eldinn mundu vitrir menn segja.

Þá er bara að "safna liði og hefna" eins og vondi maðurinn* sagði fyrir næsta próf. Eina vandamálið er að það eru ca. 900 blaðsíður til prófs og það tekur mig 3 tíma að fara yfir hverjar 50, og ég er búin með 150 blaðsíður, þannig að ég þarf að læra í 45 klukkustundir án pásu til að komast yfir allt efnið og núna eru 36 og 1/2 klukkustund í próf... dæmið gengur ekki upp. Æi fokk it ég ætla bara að fara að dansa.

*Vésteinn

Engin ummæli: