Ég fór á Pizza 67 áðan til að ná í kvöldmat áðan og skrapp í Nóatún fyrir mömmu í leiðinni. Ekkert merkilegt við það. Mamma lét mig fá fimmþúsundkall og þegar ég gaf henni afganginn sagði hún að ég mætti eiga klinkið. Síðan kom "Þú átt líka klink ofan á ísskápnum frá því þú komst full heim, ég þurfti að þvo það." Persónulega held ég að skýringin á þessu sé að ég æli peningum, það var allavega skýringin sem pabbi kom með.
Það er gaman í vinnunni! Eða kannski ekki gaman, en það er ekki leiðinlegt eins og í gömlu vinnunni. Nýja vinnan er í 11-11 og gamla vinnan Gatnamálastjóri. Í dag varð einn kall brjálaður af því að við vildum ekki taka ávísun, og eftir að hann var búinn að tala við verslunarstjórann í síma henti hann símanum frá sér og braut hann. Það er svo gaman að vera í vinnu þar sem maður hefur samskipti við fólk. Allir hinir sem komu í búðina í dag eyðilögðu ekki neitt til samans.
fimmtudagur, maí 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli