mánudagur, maí 31, 2004


�ura Posted by Hello
Lagaði aðeins og bætti nokkrum við. Setti svo inn teljara, jibbí.

sunnudagur, maí 30, 2004

[væmna bloggið]
Seinasti frídagurinn áður en ég fer til útlanda er í dag, eða var í dag þar sem dagurinn er að verða búinn. Ég fór í gegnum bréfasafnið mitt í dag, fyrstu bréfin eru frá ca ´90 þegar ég og Anna Rut vorum pennavinkonur. Reyndar vorum við líka bestu vinkonur og bjuggum í sömu götu en það var samt ýkt gaman að senda bréf á milli í pósti. Ég fann líka gömul heimaföndruð jóla og afmæliskort frá góðum vinum, sem var ýkt gaman að skoða aftur. Ég var semsagt riding down memory lane í dag.

Í kvöld fór ég svo með settinu í mat til Stellu frænku þar sem fjölskyldan átti áhugaverða kvöldstund saman. Ég og Ragna plönuðum afmælisgjöfina hennar ömmu, við og ein önnur frænka ætlum að láta taka mynd af okkur saman, ramma inn og gefa ömmu, hún á afmæli 17. júní þannig að það verður ýkt gaman. Nýjasta myndin sem er til af okkur saman er frá jólunum ´85 svo það er tími til kominn að taka nýja. Það verður svo gaman að sjá svipinn á henni :)

Vá hvað ég er í væmnu skapi í kvöld, mér er skapi næst að leigja A River Runs Through It og kaupa pakka af súkkulaði. Svo vel vill til að það er frídagur og þ.a.l. lokað þannig að ég slepp.

föstudagur, maí 28, 2004

Ég hef ákveðið að sættast við fimmuna mína. Ég hef alls ekki verið nígu dugleg í stærðfræðigreiningu í vetur og þá er 5 bara fín einkunn. Ég náði þó, ég þarf ekki að eyða viku í ágúst að læra aftur fyrir þetta próf. Ef burðarþolið næst í gegn þá þarf ég ekki að eyða tíma í ágúst til að taka neitt próf og það er gleðiefni.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Stærðfræðigreiningin er komin og fokking hell ég náði með 5!!!! Núna er ég alveg brjáluð, allar einkunnirnar mínar eru öfugsnúnar, ég fæ gott þegar ég tel mig hafa klúðrað prófinu og núna 5 þegar mér fannst ég ganga bara ágætlega. Tölfræði prófsins var eftirfarandi: Náð 21,9%, fall 14,2%, mættu ekki í prófið 6,8% og hin 57% sögðu sig úr áfanganum. Þetta þýðir að 40% af þeim sem tóku prófið náðu því ekki.

Ég ætti að vera ánægð með fimmuna og mun verða það þegar ég næ að róa mig niður. En ég gerði öll dæmin á prófinu og alveg fullt sem ég hélt að væri rétt. Sjitt, núna er ég orðin hrædd við burðarþolsfræðina, ég var mjög sátt þegar ég gekk út úr því prófi, hélt kannski að ég næði hugsanlega 7, en verður það önnur 5? eða þá eitthvað verra???

Mig langar að sparka í Jón Magnússon fyrir ljóta prófið sem hann samdi. Reyndar ætti mig frekar að langa að sparka í sjálfa mig fyrir að hafa ekki lært betur á önninni, en því fylgja tæknilegir örðuleikar að sparka í sjálfan sig þannig að ég sleppi því. Það er miklu auðveldara að vera reiður út í einhvern annan, ég held mig bara við það.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ég var að fá vaktaplan loksins. Ég skráði mig á allar helgar í júní, semsagt fer ekki í Galtalæk, tek ekki þátt í leikhúsdanssýningunni og geri ekki fullt af öðru skemmtilegu. En í staðin þá hef ég efni á að fara til útlanda og það er alveg gaman líka :) :) . Auk þess borgar sig miklu betur að drekka bjór í Danmörku heldur en hér.

Það er gaman að vinna!!!

sunnudagur, maí 23, 2004

[húfublogg]
Ég ræð hreinlega ekki við þessa bloggáráttu mína, ég stenst engan vegin freistingar bloggsins. Umræðuefni dagsins er húfur.

Ég fór í stúdentaveislu hjá frænku minni í gær og notaði tækifærið til að vera með stúdentahúfuna mína. Ég fílaði mig í tætlur og öllum fannst ég ýkt flott. Ég hef alltaf fílað hatta, sérstaklega svona júniform hatta. Fyrst þegar ég ákvað að fara í verkfræði gaf ég alltaf þá skýringu að mig langaði svo að vera í vinnu þar sem ég gæti gengið með hjálm. Pabba fannst reyndar að ef þetta væri ástæðan þá ætti ég frekar að gerast smiður. Á leiðinni heim úr veislunni var ég eitthvað að spjalla við mömmu og pabba og missti út úr mér að ég væri næstum til í að vera í ár í lögregluskólanum bara til að fá fína húfu. Þá lagði pabbi til að ég færi frekar í lögfræði og gerðist sýslumaður einhversstaðar, þá gæti ég nú verið með aldeilis flotta húfu og síðan fór hann að tala um einhverja gellu sem er sýslumaður einhversstaðar og hvað hún væri flott í júniforminu sínu.

Fleiri störf sem ég hef íhugað vegna þess að þeim fylgir húfa er skipstjóri, strætóbílstjóri, flugmaður, herforingi, sjóliði, andspyrnuleiðtogi og auðvitað kúreki nema hann er með hatt. Eftir að vera búin að pæla of mikið í þessu húfudæmi þá er ég komin að þeirri niðurstöðu að ég hafi valið mér eina starfsvettvanginn þar sem maður fær ekki að hafa sérstakt höfuðfat eða búning, hvað var ég að spá??

Talandi um búninga, mér finnst karlmenn í búningum mjög flottir. Ekki samt öryggisverðir, strætóbílstjórar, kokkar og löggur í venjulega gallanum. Hvaða stelpa slefar ekki yfir manni í flugmannsbúningi eða sjóliða???

Meðan ég man, ég rakst á eitt merkilegt í morgun þegar ég var að lesa blöðin. Ég fann krassið mitt í Birtu. Ekki krass eftir mig samt en svona alveg eins og ég geri þegar ég tala í símann. Venjulega finnst mér lítið mark takandi á svona persónuleikaprófum, svona eins og ef þú horfir á Gísla Martein þá ertu skapandi týpa. En í þetta skiptið verð ég að viðurkenna að þeir náðu mér. Við krotið mitt stendur m.a. Þessi manneskja vill hafa hlutina í kassa, eða ákveðnum ramma, er formföst, vill stjórna innan síns ramma og hafa hlutina eftir sínu höfði...verður stundum að gæta orða sinna til að vera ekki særandi, einkum við sína nánustu.

Þetta finnst mér magnað.

laugardagur, maí 22, 2004

Ég vaknaði í morgun og fékk vægt áfall, "Ég er að verða of sein!/Ég þarf að ná sæti á bókasafninu!" en þá áttaði ég mig, ég þarf ekki að gera neitt í dag. Ég gæti legið uppí rúmi og hlustað á Sgt. Peppers á repeat í allan dag ef ég kærði mig um það, ég ætla a.m.k. að hlusta á hana einu sinni.

Ég og Elín vorum að tjilla saman í gær og horfa á súra sjónvarpsþætti saman. Hún sötraði bjór og ég borðaði ostasnakkið hennar af áfergju. Af því við erum svo skemmilegar þá kom fullt af fólki að hanga með okkur. Litum í bæinn um tvöleitið. Á Kofanum sáum við skemmtilega gellu, hún stóð í þeirri meiningu að hún væri að dansa en mér fannst hún bara vera hrista líkama sinn og það í kappi við hjartslátt randaflugu. Hún var í hálfgegnsærri peysu og undir var hún í bikinítopp, ég var að vona að hún færi úr peysunni, það hefði verið sjón að sjá. Því miður gerði hún það ekki, þegar við nenntum ekki að bíða lengur fórum við á Dillon. Þar var allt fullt af stúdentum, semsagt ÞAÐ VORU ALLIR YNGRI EN ÉG! sem ég tók sem merki um mína eigin öldrun. Við fórum í leikinn fikta í dótinu hennar Þuru sem gekk út á það að Atli tók allt upp úr veskinu mínu og gerði grín að því.

Ég var heví sátt við kvöldið :) Það var svo gaman að hitta alla sem ég hef ekki hitt ýkt lengi.

föstudagur, maí 21, 2004

[ómerkilega bloggið]
Ég er glæpamaður! Ég fór í bíó í gær og þegar myndin var búin og ég var að leggja af stað heim þá var fullt af bílum á bílastæðinu því myndin var Trója. Ég var að taka beygju á bílastæðinu þegar ég heyrði skraphljóð. Hólí fokk, ég skrapaði annan bíl. Þar sem ég reyni oftast að vera löghlíðin þá stoppaði ég bílinn og kíkti á skemmdirnar hjá hinum og ákvað að þær væru smávægilegar. Síðan tók ég eftir því að hann hafði lagt ólöglega þannig að ég ákvað bara að fara í burtu. Og ég ók í burtu án þess að gera neitt. Ó mæ god ég fékk þvílíkt samviskubit, en það er farið núna, ó vell sjitt happens.

Fyrir utan "óhappið" þá var bíóferðin fín. Myndin var frekar löng en leikararnir voru margir mjög girnilegir, þar sem einu fötin sem þeir voru í var brynja og pils. Jújú myndin var voða flott og það sást alveg að peningum hafði verið eytt og allt lookaði. En það bara vantaði eitthvað, einhvern neista. Mér finnst bardagamyndir æðislegar og skemmtilegast er ef ég öskra í bíó af því að ég mér finnst eins og það sé verið að reka mig á hol en ekki einhvern áhættuleikara í þykistunni. Það gerðist ekki í þetta skiptið, ég bara horfði sallaróleg á tjaldið og leit meira að segja nokkrum sinnum á klukkuna. Það eina sem Tróju vantar er sál. Hún er aðeins innantómt hulstur. Þó að hulstrið sé fínt og flott þá skiptir það engu ef ekkert er fyrir innan. Ég næ ekki að koma meiningu minni betur frá mér, vona bara að einhver skilji mig.

(Ég vona að ég hitti Óla ekki í kvöld. Ég ætla að vera edrú, hann yrði örugglega hræddur.)

fimmtudagur, maí 20, 2004

Ég fór á Pizza 67 áðan til að ná í kvöldmat áðan og skrapp í Nóatún fyrir mömmu í leiðinni. Ekkert merkilegt við það. Mamma lét mig fá fimmþúsundkall og þegar ég gaf henni afganginn sagði hún að ég mætti eiga klinkið. Síðan kom "Þú átt líka klink ofan á ísskápnum frá því þú komst full heim, ég þurfti að þvo það." Persónulega held ég að skýringin á þessu sé að ég æli peningum, það var allavega skýringin sem pabbi kom með.

Það er gaman í vinnunni! Eða kannski ekki gaman, en það er ekki leiðinlegt eins og í gömlu vinnunni. Nýja vinnan er í 11-11 og gamla vinnan Gatnamálastjóri. Í dag varð einn kall brjálaður af því að við vildum ekki taka ávísun, og eftir að hann var búinn að tala við verslunarstjórann í síma henti hann símanum frá sér og braut hann. Það er svo gaman að vera í vinnu þar sem maður hefur samskipti við fólk. Allir hinir sem komu í búðina í dag eyðilögðu ekki neitt til samans.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Það á ekki að gera manni þetta! Ég skráði mig inn á heimasvæðið mitt hjá háskólanum í þeirri veiku von að það væru fleiri einkunnir komnar. Ég taldi "einn, tveir, þrír áfangar eftir. Þá hlýtur ein einkunn í viðbót að vera komin!!!!" og var ýkt spennt. En þá var nýja einkunnin auðvitað staðist fyrir eins einingar valáfangann Verkfræðingurinn og umhverfið, andsk!

Ég býð svona spennt eftir einkunnunum af því að þetta prófatímabil var það rosalegasta sem ég hef upplifað. Ég vissi einu sinni ekki að það væri hægt að læra í 16 tíma á dag. Og mig langar svo að ná!!

Það er dásamlegt að vera í sumarfríi, ég er farin að fatta það. Ég horfði á vídeó heima hjá mér um daginn í fyrsta sinn síðan í jólafríinu og nýtti tækifærið og kláraði að horfa á mynd sem ég byrjaði á þá. Það var magnað, að liggja samviskulaus fyrir framan sjónvarpið og drepa heilasellur. I love it :)

sunnudagur, maí 16, 2004

[þynnkublogg]
Bjór er dásamlegur, ég elska bjór. Bjór, þreyta og spenna í bland er ekki eins skemmtilegt. Sannleikurinn er sá að ég hef ekki orðið eins ofurölfi síðan í partýinu hjá Svenna fyrir þremur árum þegar fætur mínir voru nuddaðir upp úr hvítlauksdressingu.

Verkfræðinemar horfðu á Júróvisjón á Gauk á stöng í gærkvöldi. Ég mætti og var bara hress, staðráðin í að skemmta mér vel og drekka vel, frír bjór á barnum og læti. Ég, Dagný og Jón lentum í því að vera stuðningsmenn Írlands, sem var bara lélegasta lagið, það fékk líka bara stig einu sinni. Þegar Jónsi fékk stig fögnuðu að sjálfsögðu allir með þjóðlegum söng. Þegar keppnin var búin (og ég var mjög sátt við úrslitin) var ég komin á fyrsta stig vímunnar (ríflega létt og í góðum gír). Þá drakk ég meira og spjallaði við fólkið.

Síðan ákváðum við að fara á Jón forseta af því að það er gay-bar. Þar var ekkert stuð, dj-inn var 1/6 af bol. Á leiðinni af staðnum fórum við að spjalla við litla fjórtán ára skoppara sem endaði á því að við tókum þá með okkur í partý til vinar Dagnýjar. Þeir voru bara að reyna að snýkja áfengi af okkur, en við gáfum þeim ekkert. Þegar við komum í partýið reyndi ég að sannfæra þá um að það væri ýkt sniðugt og kúl að byrja ekki að drekka fyrr en þeir kláruðu 10. bekk. Ég var komin á annað stig vímunnar (almennilega full þannig að það þarf ekki mikið að gerast til að ég skemmti mér). Þeir voru ekki að taka mark á einhverri fullri stelpu og ekki bætti úr skák að Jón var alltaf að segja þeim hver þeirra væri sætastur. Þegar aumingja strákarnir föttuðu að þeir myndu ekki fá bjór þá fóru þeir bara.

Ég og Jón ákváðum að okkur vantaði meiri bjór og drifum okkur aftur á Gaukinn og skildum Dagnýju eftir. Helltum í okkur sitthvorum bjórnum og fórum síðan aftur á gay-barinn til að gá hvort það væri komið stuð. Og það var stuð, allavega fannst mér það. Dj-inn sem sást í geirvörturnar á tók upp á því að spila tvö lög með Geirmundi í röð og ég dansaði alein. Þegar hér er komið við sögu þá var ég komin á þriðja stig vímunnar (á þriðja stigi er ég ófær um að segja nei ef einhver hvetur mig til að drekka meira) þannig að ég fór með Jóni á barinn og keypti öl. Fljótlega fer ég að finna að ég var meira drukkin en sniðugt er að vera.

Við förum aftur á Gaukinn og ég hitti Ernu. Ekki lengi samt því ég komst mjög snögglega á fjórða stig vímunnar (leið illa af því að ég var alltof full). Á þeim tímapunkti hitti ég Óla og Bigga. [Ath. hér er eyða fyrir Óla að fylla upp í því ég man takmarkað mikið] Ég hélt þetta mundi bara lagast og það mundi bara renna af mér, en því miður gerðist það ekki og ég endaði ælandi inni á klósetti, á fimmta stigi vímunnar (ælandi, leið illa, langaði heim). There you have it, ég er ógeðsleg!

Síðan lagði ég mig í einhvern sófa og einhver strákur sem mér finnst ég eigi að kannast við gaf mér vatn. Fattaði að jakkinn minn var týndur og fór út um allt að leita að honum, ég vona bara að ég hafi ekki hitt marga sem ég þekki. Þegar ég fann jakkann hafði ég vit á að drífa mig heim. Fékk ekki leigubíl fyrr en á Miklubrautinni. Þegar ég labbaði inn úr dyrunum heima var ekki allt í lagi. Ég náði einu sinni ekki að vaskinum og ældi á eldhúsgólfið og síðan meira í vaskinn. Mamma vaknaði og þurfti að þrífa eftir mig, ég skammast mín fyrir það. Fleygði mér upp í rúm og vaknaði í morgun viðbjóðslega þunn. Annað eins hefur ekki gerst síðan í hvítlauksdressingar-partýinu.

Nú er ég alvarlega að íhuga hvort ég eigi að birta þessi skrif. Jú ég ætla að gera það, það drekka allir yfir sig einhverntíman right?

laugardagur, maí 15, 2004

Ég er búin í prófum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Jei, ég er ýkt hamingjusöm. Ég er líka eirðarlaus. Síðustu 3 vikur hef ég aldrei þurft að láta mér detta neitt í hug að gera, það hefur bara verið um eitt að velja: læra. Núna, ég er búin að ganga um gólf í klukkutíma núna, án þess að vita hvað ég eigi af mér að gera. Það venst fljótt, ég get farið að gera allt sem mig hefur dreymt um undanfarnar vikur, án samviskubits! :) Víí

Í verkfræðideild tíðkast það að eftir síðasta próf hjá 1. árs nemum þá standi stjórnin fyrir utan og gefi hverjum og einum bjór. Á því varð engin breyting í dag. Þegar ég labbaði út úr prófinu á hádegi byrjaði ég að skjálfa, það var því afar endurnærandi að sötra einn öllara á meðan ég náði mér niður. Síðan braut ég regluna mína um að keyra ekki eftir einn bjór, en það var allt í lagi, ég klessti ekki á.

Gleðilegt sumar og Júróvisjón og bara allt!!!

fimmtudagur, maí 13, 2004

[prófablogg]
Eftir hádegismat í dag ákvað ég að fá mér nokkrar pistasíuhnetur í eftirrétt. Ég ætlaði bara að borða nokkrar og henda skeljunum (eða skurninni eða hvað sem það heitir sem er utaná pistasíuhnetum) beint í ruslið. Fyrsta hnetan datt í ruslið, önnur rataði upp í mig, þriðja datt í ruslið o.s.frv. Ég hafði ekki lyst á ruslhnetunum, þær voru búnar að fá bragð af öllum hinum matnum sem hafði stungið af í rusladallinn. Í staðin fór ég að spá, ætli hlutfall hneta sem enduðu í ruslinu hafi endurspeglað hlutfall dæma sem ég klúðraði í eðlisfræðiprófinu í morgun?? Því ef svo er þá gæti ég fallið. Hvort ætli sé betri mælikvarði á gengi mitt í prófinu, mitt persónlega mat eða klaufaskapur minn við að borða hnetur? Ég er ekki viss, en þetta var langsamlega versta prófið hingað til. Úr öskunni í eldinn mundu vitrir menn segja.

Þá er bara að "safna liði og hefna" eins og vondi maðurinn* sagði fyrir næsta próf. Eina vandamálið er að það eru ca. 900 blaðsíður til prófs og það tekur mig 3 tíma að fara yfir hverjar 50, og ég er búin með 150 blaðsíður, þannig að ég þarf að læra í 45 klukkustundir án pásu til að komast yfir allt efnið og núna eru 36 og 1/2 klukkustund í próf... dæmið gengur ekki upp. Æi fokk it ég ætla bara að fara að dansa.

*Vésteinn

mánudagur, maí 10, 2004

Tveir tímar í próf! Þegar þetta er skrifað sit ég heima hjá mér sofin 4 tíma, stútfull af fróðleik. Próf í stærðfræðigreiningu IIB nálgast óðum. Ég held ég hafi sett met í samfelldri veru í skólanum í gær og er nýsett met 17 klukkustundir. Frá 10 í gærmorgun til 4 í morgun. Reyndar skrapp ég einu sinni að ná í pizzu en ég fór ekkert heim til mín á þessum tíma. Það var mjög indælt að keyra heim þegar sólin var að rísa, enginn bíll á götunum, þannig að ég og Dagný gátum áhyggjulausar farið í kappasktur upp Bústaðaveginn (ég veit, við erum svo villtar). Þegar ég síðan kom heim tókst mér að læra í 1 og 1/2 tíma í viðbót þannig að ég fór ekki sofa fyrr en 6 í morgun, og það er seint á minn mælikvarða. Nú ætla ég að ná mér niður fyrir prófið og lesa litlu minnismiðana mína :)

laugardagur, maí 01, 2004

Póstur dagsins er í nokkrum liðum því mér lá ýmsilegt á hjarta. Hver getur svo bara lesið um það sem hann hefur áhuga á.

[1. maí]
Mamma á afmæli í dag. Nokkrir ættingjar komu í heimsókn svona eins og gengur og gerist. Þegar allir voru farnir nema systir mömmu og maðurinn hennar ákveða þær að fá sér sérrý (kallarnir fá ekki). Ég hef þangað til nýlega verið með fóbíu fyrir að drekka áfengi með fjölskyldumeðlimum, kannski hrædd um að verða óvart full fyrir framan mömmu. Í dag er ég breytt manneskja og nota hvert tækifæri sem ég þarf ekki að keyra settið heim til að fá mér í glas með familíunni og sérríið var mjög gott. (framhald í næstu málsgrein)

[æskuminningar]
Fyrsta áfengistegundin sem ég komst upp á lagið með að drekka er sjerrí. Mamma fékk sér stundum með klaka út í þegar ég var lítil og síðan fékk ég að eiga klakann með sjerríbragðinu og mér fannst það ýkt gott. Síðan tók mamma sér sérrí-pásu í örugglega 7 ár þangað til núna, ó æskuminningar.

[próf]
Ég fór í fyrsta prófið mitt á fimmtudaginn var. Það er eins og Hákon Skjenstad orðar það "örugglega leiðinlegasti áfangi sem kenndur er í háskólanum" (sennilega fyrir utan fíluna hennar Svanhvítar samt). Fyrir viku kom það í bakið á mér að ég hafði ekkert lært í þessum áfanga í vetur og ALLTAF kóperað heimadæmi. Ég settist niður, bretti upp ermar og byrjaði að læra. Það má segja að ég hafi fengið það sem ég átti skilið í prófinu, lenti í tímahraki og vasareiknirinn gerði mig stressaða með því að kvarta yfir batterýsleysi. Ég býst samt við að ná. Eða samt ekki, ég gæti fengið 7 eða ég gæti fengið 3, það kemur bara allt í ljós.

[dans]
Ég skrapp í dans á fimmtudaginn. Einmitt þegar ég kom var argentískt par sem er að kenna á landinu í nokkra daga að sýna argentínskan tangó og milonga, og VÁ! Þetta er geðveikur dans og þau voru svo góð og hún fylgdi svo vel. Ég tímdi ekki að blikka augunum á meðan þau voru að dansa. Allur salurinn hreinlega gapti. Á eftir prófaði ég að taka nokkur spor með Hinna, hann sagði að dansinn væri flottur en eini gallinn væri að honum fyndist tónlistin leiðinleg. Hvernig er það hægt??? Mér fannst þetta bara æði.

[vígsla]
Um daginn vígði ég nýja bikiníið mitt og ég fór í fyrsta sinn á ævinni í Vesturbæjarlaug. Ekki sniðugt að blanda þessu tvennu saman. Nýja bikiníið keypti ég í útsölukassa í Debenhams, það er bleikt, grænt, gult og blátt og glansandi. Það er svo sérstakt að það er æðislegt. Kannski lýsir skoðun Svanhvítar því betur. Fyrst sagði hún að það væri ógeðslegt, síðan hló hún ógeðslega mikið að mér. Eftir smá stund sagði hún að það væri æðislegt, og lokaniðurstaðan var sú að ég liti út eins og diskókúla í því. Ég ætla rétt að vona að samlíkingin hafi verið sú að bikiníið er glansandi eins og diskókúla en ekki að ég hafi verið kúlulaga eins og diskókúla. Þá rak ég rassinn framan í hana, en hún hló bara meira.

[eðlisfræði]
Ég fékk eðlisfræðiskýrsluna sem lookaði til baka um daginn. Kennarinn var ekki par hrifinn, ég heyrði alveg hvernig hann öskraði á mig í gegnum kommentin í skýrslunni. Ég held að hann sé búinn að missa allt álit á mér, þetta er maðurinn sem heimtaði góða skýrslu. Núna hefur hann fengið að sjá mína sönnu liti.

[eftir próf dagur]
Eftir prófið á fimmtudaginn átti ég frábæran dag. Byrjaði á því að spæla mér tvö egg, þau voru svo falleg að ég tímdi varla að borða þau, en borðaði þau nú samt. Fór síðan að skipta afmælisgjöfum og fékk að kaupa mér dót án þess að eyða pening, það var æðislegt. Ég var búin að gleyma hvernig það er að geta farið í búðir og keypt eitthvað í staðin fyrir að skoða bara (eða máta eftir aðstæðum), tilfinningin er mjög góð, manni líður eins og maður sé ekki á kúpunni.

[draumur]
Í nótt dreymdi mig að ég ætti lítið barn. Það var fallegt sveinbarn. Ég hélt á honum út um allt, og alltaf þegar ég lét hann frá mér gleymdi ég honum. Síðan kúkaði hann í bleyjuna og ég átti bara auka bleyju en ekkert til að þurrka rassinn með, en þá hitti ég lækni. Hann fór og keypti klúta fyrir mig og ég þurrkaði skítinn af rassinum á barninu mínu og það var skítur út um allt, ógeðslega mikill skítur. Þegar ég sagði mömmu frá draumnum sagði hún, peningar! Og svo gleymi ég að lotta í dag. Talandi um að tapa 16+ milljónum á einum degi. Nema víkingalpttóið sé málið...

[bítlar]
Einu sinni gat ég talið upp öll lögin á öllum Bítlaplötunum í réttri röð. Þá þjáðist ég af Bítlamaníu (e. beatlemania) sem ég er viss um að er viðurkenndur sjúkdómur.