þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Síðan síðast

Ég hef ekki fundið fyrir mikilli hvatningu frá sjálfri mér undanfarið til að blogga. Tíðindaleysi hversdagsleikans er yfirgnæfandi, allt að því óbærilegt.

Dagarnir hjá mér fara í það að drekka kaffi, sækja um vinnur, undirbúa atvinnuviðtöl, endurhlaða gmail hundrað þúsund sinnum á hverjum degi, fara í Sainsburys, fara í bæinn og svo framvegis. Ekki mikið bloggefni þar á ferð, upplýsingar eins og "úh, í dag drakk ég TVO bolla af kaffi" eru að mínu mati ekki mjög áhugaverðar.

Ég byrjaði árið í Portúgal. Við Diogo keyrðum frá Portó til Lisbon*, sem er 300km spotti, og vorum yfir helgi í Lisbon í túristaleik. Við fórum til Sintra (sem er bær rétt hjá Lisbon sem var leikvöllur ríka fólksins í gamla daga) og skoðuðum konungshöll sem var uppá hæð, og hús sem var umkringt leynigarði. Allsstaðar þar sem við komum borðuðum við nýtt delicatessen, sem er einkennandi fyrir hvern bæ/hverfi/bensínstöð, og það var allt fáránlega gott.

Yfir og út, út og suður, frá snjóskrímslinu London 2009

*Ég veit ekki hvernig maður segir Lisbon á íslensku og google vill ekki hjálpa mér

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lissabon segir maður á íslensku. Eða það segi ég að minnsta kosti.. og ég er íslendingu, þó ég sé kannski ekkert þjóðin, en við skulum láta Ingibjörgu Sólrúnu skera úr um það

Annars fagna ég bloggi. Þú hefur hér með hjálpað til við að halda mér í sæmilegri geðheilsu yfir í prófatíð :) Til hamingju

Annars þarftu ekkert að blogga um það sem þú gerðir ef það er ekki nógu merkilegt, það er líka alveg hægt að blogga um það sem maður vildi að maður hefði verið að gera..