fimmtudagur, október 04, 2007

Já London

Á mánudaginn fyrir einni og hálfri viku flutti ég til London til að fara í meistaranám í OR í LSE. Ég bý á stúdentagarði með um það bil 400 öðrum LSE stúdentum sem flestir eru í framhaldsnámi, en nokkrir eru í grunnnámi.
Síðustu dagar hafa farið í að læra á London, skoða skólann, finna góðar búðir (hef ekki keypt mér eina einustu flík ennþá ótrúlegt en satt), kynnast fólki og fleira.
Svanhvít kom í heimsókn um helgina sem var mjög skemmtilegt. Við fórum t.d. á Camden markaðinn (og ég var greinilega hissa, sjá mynd):

Hittum líka Lundúnarbúana Matthildi og Hring:

Við sáum líka bleikt ljón (mynd: Svanhvít):
Þannig að það er búið að vera nóg að gera. Svo byrjar skólinn á mánudaginn...

1 ummæli:

Svanhvít sagði...

Takk fyrir frábært frí! Ógjó gaman