miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Ennþá heima

Gærdagurinn fór mestmegnis í að sitja með lappir upp í loft og teikna í paint. Seinni partinn tók ég teygjubindið af löppunum, alveg eins og ég mátti gera sólarhring eftir aðgerð. Ég er samt ennþá í teygjusokkum, og ég verð að vera í þeim í nokkra daga í viðbót. Já og svo sá ég pöddu.

Í dag er ég búin að vera að reyna að skilja facebook. Það gengur ekki vel. Ég hreinlega skil ekki facebook. Hvað gerir maður á facebook ! Þetta er allavega rosa tímafrekt allt saman.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

facebook er snilld :) miklu skemmtilegra en myspace, en samt eiginlega alveg eins.. :)

Svanhvít sagði...

Þetta segja allir, að það sé ógeðslega skemmtilegt á feisbúkk... en HVAÐ GERIR MAÐUR?
Ef þetta er eins og myspace gerir maður ekkert - en það er svosem ágætt stundum að gera ekki neitt.

Þura sagði...

En Jóhanna þá kemur spurningin: hvað gerir maður á myspace?

Og Svanhvít, við verðum víst að sætta okkur við að vera eins og tvær blindar mýs í dimmri holu...

;)