þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ég las auglýsingu í gær í Fréttablaðinu. Ég man ekki í dag hvað var verið að auglýsa (þótt gullfiskaminnið sé á túrbó) en það sem mér fannst merkilegt var að það var talað um að America´s Next Top Model væri "konuþáttur". Ég hefði kannski ekki hinkrað við þessa staðhæfingu hefði ég ekki einmitt verið að spjalla við 4 stráka / menn í hádeginu um daginn um þennan sama þátt. Það sem kom á daginn í spjallinu var að af okkur 5 (mér og 4 strákum mönnum á aldrinum ca. 25 - 45) þá var ég eina manneskjan sem sem fylgdist EKKI með ANTM. Nei ókei, núna fer ég frjálslega með staðreyndir, einn af þeim neitaði staðfastlega að hafa nokkurntíman fylgst með þættinum. Samt, miðað við þetta úrtak, ef ég væri að vinna úr tölfræði um áhorfendahóp ANTM, þá fylgjast 75% karla með þættinum en 0% kvenna.

How do you like them apples?

Talandi um, núna er ég orðin "tískudrós" fyrirtækisins (þá gröf gróf ég víst sjálf) og var að því tilefni bent á þessa geeeeeeðveiku mynd:

Mér dettur ekkert annað í hug en hreindýrapeysan hans Mr. Darcy í jólaboðinu í Bridget Jones (fyrri myndinni).

Til að viðhalda þeirri ímynd (þ.e. tískudrósar) er ég farin að leggja mig í líma við að lesa www.people.com daglega, ásamt auðvitað www.arsenal.com en það er ekki tískutengt.

Vá, alveg óvart er ég gjörsamlega að toppa sjálfa mig. Hversu "kvenleg" getur ein færsla orðið; ANTM, Beckham hjónin, Bridget Jones og people.com! Ekki alveg atriðin sem eru efst listanum yfir efni til að blogga um... ef að þetta er ekki metnaður...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það horfa allir á ANTM, sumir þora bara ekki að viðurkenna það.

Atli Viðar sagði...

Heyrðu, Tom og Katie bara búin að gifta sig!

Osssss!



og Brit og K-Fed að skilja! öööösss!

Þura sagði...

Beggi: Þú ert líka bara... neeei ég ætla ekki að segja það á internetinu.

Atli: omg, segðu!

�ttar sagði...

Það er greinilegt að Beggi hefur slæm áhrif á þig, skoðandi Arsenal.com, öss.