mánudagur, október 16, 2006

Þá sjaldan maður lyftir sér upp (2. hluti)
[Aðvörun: Þessi færsla er bara djamm-saga í löngu máli]

Alltaf þegar ég fæ mér í glas þá held ég að ég geti ekki toppað sjálfa mig, ég held að ég geti ekki upptjúnaðri heldur en á fyrri fylleríum. Alltof oft kemst ég að því að ég algjörlega rangt fyrir mér. Föstudagskvöldið var eitt af þessum skiptum.

Á föstudaginn mætti ég á októberfest (eins og vera ber). Skrópaði í partýi hjá Helga Tómasi til að djamma með vinnufélögunum. Við hittumst hálf 5 á pool staðnum þar sem við spilum alltaf pool á föstudögum eftir vinnu. Þar fengum við okkur bjór og spiluðum fullt af pool-i. Um kvöldmatarleytið röltum við og fengum okkur að borða, vorum síðan mætt á októberfest um átta leytið (eins og vera ber). Settumst við borð og drukkum bjór, við vorum meira að segja með Þjóðverja í hópnum. Mér fannst það geðveikt... að hanga með Þjóðverjum á októberfest... en þannig er ég, fíla einföldu hlutina í lífinu.

Ég sá fram á gott kvöld, klukkan átta sat ég með minn þriðja bjór í hönd (í könnu, eins og vera ber), með skemmtilegu fólki og Þjóðverjum, átti von á því að hitta fullt af fólki sem ég þekkti um kvöldið og ég var með skriflegt drykkjuplan. Já drykkjuplanið, núna er staður og stund til að segja frá því, það spilar stórt hlutverk í því leikriti sem kvöldið varð. Fyrr um daginn hafði ég fengið sent excel-skjal þar sem maður stimplar inn þyngd sína, hvenær maður ætlar að byrja að drekka og hvað maður ætlar að drekka mikið á hverjum klukkutíma og skjalið reiknar út kúrvu sem sýnir hversu drukkinn maður verður á hverjum tímapunkti. Ég var búin að sníða skjalið að eigin drykkjuþörfum og prenta það út, þ.a. ég var með drykkjuplan fyrir framan mig svart á hvítu, sem á stóð hvernig ég ætti að haga drykkju kvöldsins (en ekki hvað).

Eins og við var að búast þá var drykkjuplanið heldur stíft fyrir hausinn minn, og klukkan 8 þá var ég strax einum bjór á eftir. En það átti eftir að breytast. Samkvæmt planinu átti ég að drekka 2 bjóra milli kl. 20 og 21 og 3 bjóra milli 21 og 22. Þegar klukkuna vantaði 20 mín í 9 þá var ég rétt búinn með einn af þessum tveimur sem ég átti að drekka þann klukkutímann. Akkurat þá fékk ég liðsstyrk, ágætur byggingaverkfræðingur ætlaði að sjá til þess að planinu yrði fylgt og sagði við mig “Jæja Þura, nú drekkum við fjóra bjóra á næstu 80 mínútum, við höfum semsagt 20 mínútur til að drekka hvern bjór.” Ég sagði bara já og þar með byrjuðum við að hella í okkur. Drykkjufélagi minn fylgdist vel með hvað tímanum leið og minnti mig reglulega á hvað ég hefði mikinn tíma til að klára hvern bjór. Ég meina það er áskorun þegar maður situr með hálf-fullan bjór og það er sagt við mann “Núna hefurðu 7 mínútur til að klára þennan, svo förum við á barinn!”

Til að gera langa sögu aðeins styttri þá fór áfengið beint upp í haus, eða rinn in kopp eins og Þjóðverjarnir sögðu og ég varð mjög, hvað segir maður...HRESS. Ég endaði svo á dansgólfinu á skemmtistað sem ég fer venjulega ekki á með ólíklegasta fólki. Það var ekkert minna en tryllt. Á 13da djammklukkutímanum hélt ég heim á leið, uppgefin. Mæli ekki sérstaklega með þvi að fólk plani drykkju á eins formlegan hátt og ég gerði.

Hefðbundnar djamm-myndir má skoða á flickr. Og ég týndi ekki myndavélinni hans Begga eins og ég hélt afganginn af helginni að ég hefði gert. Og löggan keyrði mig ekki heim og enginn varð óléttur, semsagt gott djamm.

2 ummæli:

Hákon sagði...

Það er alltaf jafn sjúkt að lesa ævintýrasögurnar þínar!
Ekki lendi ég í svona ævintýrum get ég sagt þér...
Til að auðvelda þér svona kvöld þá gætir þú kannski prófað beer goggles?

Þura sagði...

I tells za truth my friend.

beer goggles... hehe miðað við hvað wikipedia segir að það sé þá ætti ég að sleppa því ;)