sunnudagur, október 08, 2006

Heilaskemmdir

Núna hef ég blóraböggul. Ég lenti í atviki í vikunni sem leið sem ég kenni núna um þegar ég geri stafsetningarvillur, verð fyrir litblindu, tapa siðferðiskennd, hendi fram óviðeigandi athugasemd, verð tileygð, hringi í vitlaust númer, set mjólkina inn í skáp og serjósið inn í ísskáp o.s.frv.

Ég lenti í íþróttaslysi. Ég var í bandýi einu sinni sem oftar með vinnunni. Þegar 15 sekúndur voru eftir og búið var að öskra að næsta mark yrði úrslitamarkið lenti ég í árekstri við annan leikmann. Áreksturinn var fullkomlega fjaðrandi og endaði á því að ég skall með hnakkann í gólfið. Það var ekki mjög þægilegt. Þegar ég fór að vinna aftur komu í ljós aukaverkanir eins og stafsetningarvillur og slæmir brandarar. Í gær sá ég sjö ketti.

Tímann eftir slysið hef ég notað til í endurhæfingu og að lesa um orsök og afleiðingu á netinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hver var að keyra þig niður ?
topp 3 líklegir:
*raggi
*raggi
*raggi

hehe, good times
..mig langar með ykkur í bandý

Þura sagði...

hahahaha... gisk 1 -3 eru mjög góð og líkleg!

En öllum að óvörum þá var það Jens!

;)

Og já, þig vantar alveg í bandý!

Nafnlaus sagði...

Mig langar líka í Bandý :(

Nafnlaus sagði...

haaahaha.. ég ætlaði reyndar að hafa röðina:
1 raggi
2 jens
3 jens

..kunni bara ekki við það þar sem ég þekki stráksa svo lítið ;)