miðvikudagur, mars 15, 2006

[Tími til kominn]
Er fimmtudagur í dag? En það var fimmtudagur seinast fyrir svona tveimur dögum. Tíminn bókstaflega flýgur áfram.

Er óhugnanlega stutt í próf? En önnin var bara að byrja. Tíminn bara æðir áfram.

Klára ég í vor B.S. gráðu verkfræði? En ég er bara nýbyrjuð í háskóla. Tíminnn þýtur áfram.

Er ég orðin fullorðin? Nei, það er ég ekki. Þessari spurningu svara ég með skýru óhikandi nei-i. Ég bara veit það, ég finn það. Dag hvern finnst mér ég vera fullorðnari heldur en daginn áður. Þegar ég lít viku eða mánuð aftur í tímann er ég aldrei lengi að rifja upp atvik eða ákvörðun og hugsa hvað ég hafi verið barnaleg og óþroskuð í því tilviki. Þegar ég rifja upp ársgamla atburði þá hreinlega hneykslast ég stundum á sjálfri mér fyrir að hafa verið barnaleg. Fjandinn hafi það, núna lít ég á fyrri hluta þessarar færslu sem skrif óharðnaðrar manneskju.
Já tíminn líður hratt.

Fólk í kringum mig er að skrá sig í mastersnám hægri vinstri og ég hefði getað verið að gera það sama ef ég hefði viljað. Ég! Ég sem hélt að mastersnám væri fyrir fullorðið fólk, ekki krakkavitleysing eins og mig. (N.B. Ég er ekki að gera lítið úr þroska þeirra sem eru á leið í mastersnám, heldur er ég hissa á eigin aldri / stöðu / þroska).

Núna er ég bara búin að minnast á mögulega námsmöguleika, fólk í kringum mig er líka á fullu að trúlofa sig, kaupa íbúðir, eignast börn. Komast í pakkann eins og manni finnst gaman að segja. Ætli öll aldursskeið séu svona krefjandi? Maður spyr sig.

Ég er á þeirri skoðun að það sé tími og staður fyrir allt. Hver minn staður er og hvaða tími er núna hef ég hins vegar ekki hugmynd um en allt í lagi.

2 ummæli:

Elín sagði...

Mér finnst bara eins og allir í kringum mig séu að útskrifast eitthvað voða fínt... nema ég. Heil 3 ár í það, takk fyrir!

Þura sagði...

he he, 3 ár í viðbót hafa sína kosti. Þarft ekki að ákveða neitt á meðan ;)