sunnudagur, október 02, 2005

5 staðreyndir um mig:

5. Þegar ég verð stór ætla ég að minnsta kosti að gera eitt af eftirtöldu (vonandi allt):
(a) Fara út í geiminn
(b) Eignast verk eftir Picasso
(c) Hitta Billy Corgan
(d) Skjóta ísbjörn

*For the record þá bjó ég þennan lista ekki til fyrir þetta blogg, hann byrjaði að semja sig sjálfur ca. ‘97
*Það má færa rök fyrir því að ég framkvæmi atriði (a) reglulega.

4. Eftirlætisdýrin mín eru köngulær og býflugur, ég er voða lítið fyrir hunda og ketti o.s.frv nema e.t.v. á póstkortum. Kötturinn hennar Ernu er samt ágætur.

3. Ég get sofið með augun hálf-opin.

2. Ég er fylgjandi hvalveiðum, því hvað eru hvalir annað en ofvaxnar beljur sjávarins? Ég borða nautakjöt... og málið er dautt.

1. Ég trúi á fyrri líf (og seinni líf). Ég held að við höfum öll (eða flest) fæðst áður, einhvers staðar annars staðar og það er einhver tilgangur með veru okkar á þessari jörð. Þessa skoðun mína ætla ég ekki að rökstyðja frekar að svo stöddu.

Ég klukka Elínu, Brynju, Rakel, Sveinbjörn og Önnu Rúnu gefið að þau hafi ekki verið klukkuð áður og gefið að þau lesi þetta.

2 ummæli:

Steini sagði...

Köngulær drepa mig, þær eru svo sætar. Ég er samt meira fyrir ketti, það er hægt að klappa þeim án þess að vera hræddur um að gera þá að litlum klessum.

Þura sagði...

Sumir geta það kannski ekki.