sunnudagur, júní 12, 2005

[Still standing]
Ég veit ekki alveg hve mikið ég get sagt um fyrsta vinnudaginn, segjum bara að ég hafi verið sátt.

Ég eldaði burritos á föstudagskvöldið, á ekki að geta klikkað. Það er alveg eðlilegt að 1/3 af hakkinu steikist, 1/3 brenni og 1/3 haldist hrár, right!

Komst líka að því að ég er ekkert snyrtilegri þegar ég elda heldur en þegar ég borða, í báðum tilfellum fer allt út um allt!!

Hélt síðan að ég gæti bætt upp fyrir slæma og subbulega eldamennsku og vonda borðsiði með því að vaska beautifully upp, fattaði þá að hvaða jólasveinn sem er getur vaskað upp og það telst ekki til hæfileika!!!

Engin ummæli: