föstudagur, júní 10, 2005

Hvað gerist þegar 3200 vopnuðum einstaklingum er sleppt lausum út á götur Reykjavíkurborgar?

Ég veit það ekki sjálf, en það kemur í ljós á morgun þegar vinnnuskólinn tekur á móti nemendum sínum. Já ég verð í vinnuskólanum í sumar. Fyrst var ég ekkert ánægð með það, en núna held ég að sumarvinnan gæti orðið áhugaverð (segi ég áður en ég hitti börnin).

Ég krossa fingur og geng út á vígvöllinn, bara muna að taka öryggið af...

Engin ummæli: